Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 143
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
strauminn og mæla rektíma hans. Auk þess fékk hann upp-
lýsingar hjá athugulum bændum sem bjuggu við ána. Hann
hafði undir höndum herforingjaráðskort af svæðinu og gat því
reiknað út flatarmál vatnasvæðisins og áætlað úrkomuákomu
þess. Vatnasvæðið áætlar hann vera 280 km2 og minnsta rennsli
árinnar 2,8 mVs. og mesta rennsli 150 mVs. og að meðalrennsli
árinnar væri því sem næst 11,2 m3/s.
Jón lauk skýrslu um virkjun Svartár og er hún dagsett 7.
janúar 1930. Strax um veturinn er þeim Steingrími Jónssyni og
Jakobi Guðjohnsen falið að gera fullnaðaráætlun um virkjun-
ina, og luku þeir því verki í febrúar 1930.16 Hún gerði ráð fyrir
að virkjað væri 25 metra fall og vatnsnotkun sé 3,6 m3 og aflið
sé 900 hestöfl frá þremur vélum. Stíflustæði sé á fossbrún, og
stöðvarhús neðst í gilinu, pípulengd 455 m.17 Aætlunin er mjög
ítarleg fyrir rekstur og kostnað við byggingu virkjunarinnar og
dreifikerfis. Tillögurnar um dreifikerfið voru fjórar og áttu að
þjóna misjafnlega stórum svæðum. Sú fyrsta er um stofnlínu frá
Reykjafossi til Sauðárkróks og raforku til 35 býla á þeirri leið,
sú sem er víðtækust gerir ráð fyrir stofnlínum bæði til Sauðár-
króks, Hofsóss og Hóla í Hjaltadal ásamt tengingu 270 sveita-
býla.
Þessi áætlun er sú fyrsta sem gerð er um dreifbýlisveitu á
Islandi, og segir f inngangskafla hennar um tekjur: „Hér á landi
eru engar sveitarafveitur til, sem sambærilegar eru við þessar
áætlanir; er því ógjörlegt að segja með fullri vissu hve mikilla
tekna megi vænta með sölu rafmagnsins."1* Ljóst er að Reykja-
fossvirkjun hefur verið hugsuð sem raforkuver fyrir Sauðárkrók
fyrst og fremst þó að gert sé ráð fyrir að hún þjóni ennfremur
16 Kristmundur Bjarnason: Sýslunefnclarsaga Skapfirdinga II, bls. 130-131.
17 Jakob Guðjohnsen og Steingrímur Jónsson: „Frumáætlun um virkjun Reykja-
foss í Svartá í Skagafirði 1930“, bls. 3. Varðveitt í HSk.
18 Jakob Guðjohnsen og Steingrimur Jónsson „Frumáætlun um virkjun Reykjafoss
í Svartá í Skagaftrði 1930“, bls. 26.
141