Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 144
SKAGFIRÐINGABÓK
öðrum hlutum héraðsins og hefur líklega verið gerður saman-
burður á hagkvæmni virkjana í Svartá og Gönguskarðsá áður en
áætlunin var gerð og Svartá talin heppilegri kostur þó hvergi
megi finna því stað. Þegar hér var komið, árið 1930, var ljóst að
virkjunin var komin á framkvæmdastig og vakti hún miklar
vonir um að loksins væri í sjónmáli langþráður draumur um
rafmagn. Nú var komið rafmagn á nokkur sveitabýli, og verið
að setja upp rafstöðvar á öðrum, og ljósin farin að loga þar bæði
úti og inni, og margt barnsaugað gladdist við að horfa í undrun
á ljósið í perunni. Allt var gert til að koma virkjun Reykjafoss
í framkvæmd, enda almennur áhugi um allt héraðið, en nú var
kreppan skollin á með öllum sínum takmörkunum, verðfalli
afurða og vaxandi atvinnuleysi. Reykjafoss varð ekki beislaður í
þetta sinn. Vonbrigði Skagfirðinga voru að vonum mikil, sér-
staklega vegna þess að hér var á ferðinni stórhuga áætlun sem
náði til meginhluta héraðsins, og Reykjavallabændur slógu tún
sín á árbakkanum áfram, svo sem gert hafði verið frá ómunatíð.
Rafvæding Hofsóss
Þegar von um raforku frá Reykjafossi brást var farið að leita
nýrra leiða til rafvæðingar. Arið 1931 var Raforkufélag Hofsóss
stofnað og ákveðið að setja upp 8 kW virkjun í fossi neðst í
Hofsá. Raforkufélagið gerði samning við Jón Jónsson bónda á
Hofi og oddvita Hofshrepps, sem átti landið og ána, um heim-
ild til virkjunar. Afgjald fyrir virkjunarréttinn var kr. 25 fyrstu
fimm árin, en kr. 30 eftir það. Auk þess bar félaginu að sjá um
hleðslu án endurgjalds á rafgeymi fyrir eitt viðtæki, svo lengi
sem stöðin væri starfrækt og þess var æskt af eiganda vatns-
orkunnar.19 Það væri gaman ef einhver tölfróður vildi reikna
þennan samning til núvirðis og bera saman hvað stórvirkjanir
19 Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu. Þinglýstur samningur, dags. 18.2. 1932.
142