Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 148
SKAGFiRÐINGABÓK
Miðlun var nær engin, en vélarnar notuðu um 90 1/sek. Þrýsti-
vatnspípan var 1200 m löng. Efri hluti hennar var úr timbri, en
neðstu 150 m úr járni. Þvermál pípunnar var 42 cm efst, en 36
cm á neðstu 300 m. Stöðvarhúsið var steinsteypt, um 5x10 m
að grunnfleti, með bárujárnsklæddu skúrþaki. Vatnshverfillinn
var frá Möller & Jochumsen í Horsens, Danmörku, af Pelton
gerð með láréttum ási, 65 hestöfl, 450 sn/mín, 70 m fallhæð en
rafallinn frá ASEA í Svíþjóð, 45,5 kW, 440 V jafnstraumur, ás-
tengdur. Síðar var skipt um rafal og settur Crompton Parkinson
riðstraumsrafall, 50 kVA, 3x220 V, 50 rið. Mælatafla var úr
marmara á járngrind. A henni voru 2 ampermælar, 1 voltmælit,
orkumælir og mestastraumsrofi. Vélunum fylgdi enginn
gangráður, en spennustillir var frá Julius Pintsch KG í Berlín.
Frá rafstöðinni lá 1000 m þriggja víra raflína til kauptúnsins.
Næstu ár annaði Sauðárstöðin ein raforkuþörf Sauðárkróks, en
um miðja síðari heimsstyrjöld hafði raforkunotkun aukist svo
að stöðin annaði ekki lengur. Þá var brugðið á það ráð að kaupa
Cummings/Crompton Parkinson dísel vélasamstæðu, 220 hestöfl,
90 kW, 3x220 V, 50 rið, af Sölunefnd varnarliðseigna. Henni var
valinn staður í húsi Sláturfélagsins á Sauðárkróki. Samtímis var
keyptur nýr Crompton Parkinson riðstraumsrafall frá Englandi,
50 kVA, 40 kW, 3x220 V, 50 rið, 1500 sn/mín. Var hann
reimtengdur við vatnshverfilinn. Sauðárstöðin var látin fram-
leiða raforku á fullu afli, en díselvélin keyrð sem toppstöð. Þess-
ar stöðvar þjónuðu Sauðárkróki þar til Gönguskarðsárvirkjun
var gangsett 8. desember 1949- Vatnshverfillinn og rafallinn
voru seldir Guðmundi Guðmundssyni bónda í Tungu í Tálkna-
firði árið 1953.23 Nú er hún Snorrabúð stekkur, ekki annað að
sjá en gamla stíflu í Sauðárgili ofan Hlíðahverfis sem vatnsveit-
an notar til vatnsöflunar fyrir hluta iðnaðarhverfis bæjarins, en
stöðvarhúsið var notað sem gripahús eftir að vélarnar voru fjar-
lægðar. Á þeim stað stendur nú stofnun sem stuðlar að annars
23 Guðjón Guðmundsson og Lýður Björnsson: Rafstöðvabókin, bls. 47.
146