Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 150
SKAGFIRÐINGABÓK
fjörð 29- mars 1945. Þann dag urðu þáttaskil í raforkumálum
Siglfirðinga. Skeiðsfossvirkjun var upphaflega hönnuð fyrir tvær
vélasamstæður, samtals 5.000 hestöfl. Síðari vélasamstæðan
komst þó ekki í gagnið fyrr en í ágúst 1954. Samanlagt afl
vélanna var þá orðið 3,2 megavött. Ekki var vatnasvæði Fljótaár
fullnýtt með þessari virkjun og var árið 1960 farið að huga að
betri nýtingu þess vegna orkuskorts á Siglufirði. Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen var fengin til annast skoðun á svæðinu og
gerði hún tillögu að 4,5 MW virkjun við Molastaði. Af þeirri
virkjun varð þó ekki af ýmsum ástæðum og var málinu slegið á
frest um tíma, eða þar til um 1970 að aftur er rætt um virkjun
og þá við Stóru-Þverá. Umsjón og hönnun önnuðust Ríkharður
Steinbergsson og Asgeir Sæmundsson. Framkvæmdir hófust ár-
ið 1974. Þar var virkjað vatnið frá eldri virkjuninni og er það
tekið í skurði um einn kílómetra að inntaksþró við bæinn
Stóru-Þverá. Þaðan fer vatnið í 520 m langri steinsteyptri pípu
að 18 m háum jöfnunarturni og frá honum liggur 85 m löng
stálpípa að stöðvarhúsi í árgilinu. Fallhæð er um 30 m og aflið
2.000 hestöfl eða 1,7 MW. Stöðin var tekin í notkun í október
1976. Virkjað afl er því samtals um 5,4 megawött.
Fyrst eftir að stöðin fór í gang, 1945, þjónaði hún aðeins
Siglufirði, en árið 1955 lagði RARIK dreifilínu um Fljót og var
hún tengd við Skeiðsfossvirkjun og síðan línu til Olafsfjarðar
1956 fyrir hluta bæjarins og sveitirnar þar. Síðar var Garðsár-
virkjun í Olafsfirði tengd við raforkukerfi Skeiðsfoss 1961.25
Siglfirðingar byggðu og áttu þessar virkjanir sjálfir þar til að
þeir seldu RARIK þær ásamt dreifikerfinu hinn 7. apríl 1991-
Líklegt má telja að vatnasvæði Fljótaár fengist ekki virkjað í
dag, því undir lóninu er að margra mati ein fegursta sveit á land-
inu, og yfirgáfu margir íbúar í Stíflu sveit sína með miklum
söknuði er vatni var hleypt á lónið og landið fór á kaf. Virkjun
25 Upplýsingabæklingur RARIK um Skeiðsfossvirkjun, útg. 1996. Einnig upp-
lýsingar frá Sverri Sveinssyni veitustjóra á Siglufirði.
148