Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 153
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
Frumkvœðið og leiðin að framkvcemd
Arið 1941 var vatnsaflsstöðin í Sauðá fullnýtt og raforkuskort-
ur orðin verulegur og farinn að standa í vegi fyrir uppbyggingu
atvinnulífs á staðnum, efrir því sem byggð efldist á Sauðár-
króki, og nýir tímar gengu í garð með bjartsýni og batnandi
þjóðarhag, og fyrir vikið varð seinni hluti fimmta áratugarins
að miklu umbrotatímabili í sögu þjóðarinnar. Ibúum Sauðár-
króks fjölgaði á þessum tíma og fékk sveitarfélagið kaupstaðar-
réttindi 24. maí 1947. Uppbygging hafnarinnar var í fullum
gangi, barnaskóli var byggður og gerðar voru áætlanir um
hitaveitu, mörg íbúðarhús voru reist og ennfremur voru margar
hugmyndir í athugun sem ekki tókst að koma í framkvæmd.
Allt kallaði þetta á trygga raforku, sem ekki var til, eins og
glöggt sést í eftirfarandi auglýsingu frá rafveitunefnd frá 4.
desember 1940:
Þar sem notkun rafmagns í kauptúninu er svo mikil nú,
að rafstöðin getur ekki framleitt nóg til þess að sæmileg
ljós fáist á venjulegum ljósatíma, skorar rafveitunefndin
á alla þá notendur er hafa raftæki til annars en lýsingar að
nota alls ekki þessi tæki á timabilinu frá kl. 3 til 10
sfðdegis. Ef rafveitunefnd hefir ástæðu til að álíta að
notendur fari ekki eftir þessu, verður hún samkvæmt
reglugerð um meðferð og notkun rafmagns á Sauðár-
króki, 3- gr. að hækka allan rafstraum sem notaður er til
annars en lýsingar, svo mikið, að ætla megi að það útiloki
þessa notkun, þann tíma vetrarins sem ljósanotkun er
mest.29
Undir þetta rita Guðmundur Sveinsson, Kristján I. Sveinsson
og Pétur Hannesson.
Mikil umræða um orkumál hófst í kjölfar tiliögu sem Valgard
29 HSk. Skjöl Sauðárkrókshrepps, 1940.
151