Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 155
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
Mjög ítarleg rekstraráætlun er gerð um virkjunina, og þar er
reiknað með rafmagnsupphitun á Sauðárkróki og til hennar
þurfi 1,5 milljón kWst., eða sem svarar til 6-800 tonnum af
kolum ef rafmagn væri ekki notað til upphitunar. Stofnkostn-
aður var áætlaður 2,5 milljónir og gjöld umfram tekjur kr.
13.700.32
Þrautagangan
Margar ferðir fulltrúa frá hreppsnefnd Sauðárkróks voru farnar
til Reykjavíkur á fundi um virkjunarmálið og önnur mál sem
það varðar beint og óbeint, og er Eysteinn Bjarnason jafnan í
forsvari þeirra. A fundi í hreppsnefnd 26. mars 1946 gerði Ey-
steinn grein fyrir niðurstöðum einnar slíkrar ferðar og segist
hafa á fundi með Jakobi Gíslasyni rafmagnseftirlitsstjóra rík-
isins fengið afhentar teikningar af mannvirkjum Gönguskarðs-
árvirkjunar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax um
sumarið. Fleiri erindi rekur nefndin í þessari ferð, og greinir
Eysteinn frá fundi með Nýbyggingarráði þar sem ræddar eru
hugmyndir að niðursuðu- og tunnuverksmiðjum á Sauðárkróki,
ennfremur að fengist hafi byggingar- og innflutningsleyfi fyrir
efni í síldarplan sem hreppsnefnd hafi áður samþykkt að byggja
við höfnina.33
Þessar ferðir verður að skoða í því ljósi að á þessum tíma mátti
ekki gera neitt nema hafa til þess tilskilin leyfi frá stofnunum
sem fjölluðu um gjaldeyrisumsóknir. Við kaup á erlendri vöru,
svo sem timbri sem kostaði gjaldeyri, þurfti að sækja um leyfi
hjá Fjárhagsráði, gjaldeyris- og innflutningsdeild. Oft tók lang-
an tíma að fá leyfi fyrir nauðsynjum til samþykktra fram-
kvæmda, sem gat tafið þær, ef ekki var fast fylgt eftir. Gott
dæmi um þetta er bréf sem bæjarstjórn sendi með umsókn um
32 Guðjón Guðmundsson og Lýður Björnsson: Rafstöðvabókin.
33 HSk. Fundagerðabók hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps 26.3.1946.
153