Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 158
SKAGFIRÐINGABÓK
Varatillaga:
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu samþykkir að mæla með
því við ríkisstjómina, að Sauðárkrókshreppi verði veitt
heimild til að reisa og reka ca. 1.500 hestafla orkuver við
Gönguskarðsá, svo og að byggð verði og rekin héraðsraf-
magnsveita ríkisins frá orkuveri þessu um Sauðárkróks-,
Skarðs-, Staðar- og Seyluhreppa. Til að greiða byggingar-
kostnaðinn, samþykkir sýslunefnd Skagafjarðarsýslu að
heimila hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps, fyrir hönd raf-
veitu Sauðárkróks, að taka að láni allt að kr. 2xh — tvær
og hálfa — milljón króna til virkjunar Gönguskarðsár.
Jafnframt samþykkir sýslunefndin, að sýslusjóður Skaga-
fjarðarsýslu taki ábyrgð á skaðlausri greiðslu á láni, allt að
kr. 375 — þrjúhundruð sjötíu og fimmþúsund — þó ekki
yfir 15% af byggingarkostnaði virkjunar Gönguskarðs-
ár... .37
Nú fara hlutirnir að gerast hratt, oddviti Sauðárkrókshrepps
sótti um heimild til virkjunarinnar til samgöngumálaráðuneyt-
isins með bréfi dagsettu 11. mars og sendi sýslunefnd annað
erindi til sama ráðuneytis um að ríkið annist framkvæmdina og
rekstur virkjunarinnar á sinn kostnað. Svar ráðuneytisins er
svohljóðandi, dagsett 24. maf 1946:
Ráðuneytið hefir móttekið bréf yðar, herra oddviti, dags.
11 marz s.l., þar sem þér fyrir hönd hreppsnefndar Sauð-
árkrókshrepps sækið um leyfi til að virkja Gönguskarðsá.
Ennfremur hefur ráðuneytinu borizt frá Rafmagnseftirliti
ríkisins kostnaðaráætlun og teikningar af verkinu og rekst-
ursáætlun, þar sem gert er ráð fyrir að virkjunin geti,
með eðlilegum hætti, staðið undir kostnaði. Ráðuneytið
vill því fyrir sitt leyti samþykkja að hafizt verði handa
37 Sýslufundagjörð Skagafjardarsjslu 1946, Ak. 1946, bls. 48-49.
156