Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 159
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
um þessa virkjun, þó þannig að í sumar verði aðeins unn-
ið við stíflugerð og stöðvarhús, sem samkvæmt kostnað-
aráætlun er gert ráð fyrir að kosti um 400 þús. kr. og
mun mæla með því við fjármálaráðuneytið að ríkisábyrgð
verði nú veitt fyrir 85% af þeirri upphæð. Þó er gert ráð
fyrir að undirbúningur verði einnig nú hafinn að öðrum
nauðsynlegum framkvæmdum vegna virkjunarinnar. —
Er gert ráð fyrir að 1.500 ha. virkjunin verði valin.
Rafmagnseftirliti ríkisins verður tilkynnt þessi ákvörðun,
með fyrirmælum um að aðstoða hreppsnefndina á allan
hátt við framkvæmd verksins. —
Útaf tilmælum, sem ráðuneytinu hafa borizt frá sýslu-
manni Skagafjarðarsýslu, f.h. sýslunefndar, um að ríkis-
stjórnin taki að sér, á sinn kostnað, framkvæmd virkj-
unarinnar, og rekstur orkuveitna í því sambandi, sam-
kvæmt nýsamþykktum raforkulögum, skal tekið fram,
að til þess skortir fjárveitingu, og er því ekki á þessu stigi
unnt að hefja framkvæmdir á þeim grundvelli.
Hinsvegar virðist mjög koma til álita að þessi leið verði
farin síðar þegar fjárveiting er fyrir hendi, og samþykkt
Alþingis, og ættu þá Rafmagnsveitur ríkisins að geta
yfirtekið verkið, á því stigi, sem það þá er, ef það verður,
að öllu leyti unnið samkvæmt fyrirmælum Rafmagns-
eftirlits ríkisins. —“38
Á fundi 16. júní er rætt um ráðningu verktaka og greint frá
fundi með forstjóra Almenna byggingafélagsins, en hann taldi
ekki tímabært að hefja framkvæmdir að svo stöddu. Einnig er
gerð grein fyrir tillögu frá rafmagnseftirlitsstjóra, Jakobi Gísla-
syni, þar sem hann telur heppilegra að hafa tvær vélasamstæður
í virkjuninni, en hugmyndin mætti andstöðu Sigurðar Thor-
38 Orkustofnun. Málasafn 533-65. Bréf dags. 24.5.1946. Frá Samgöngumála-
ráðuneyri til Rafmagnseftirlits ríkisins.
157