Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 160
SKAGFIRÐINGABÓK
oddsen sem taldi heppilegra að hafa vélina eina eins og áætlað
var.
Nokkuð ljóst var frá upphafi að Sauðárkrókur og sveita-
hrepparnir hefðu ekki bolmagn til að standa undir fjármögnun
virkjunarinnar. I erindi sem Eysteinn Bjarnason, oddviti Sauð-
árkrókshrepps, flutti á fundi Sambands íslenskra rafveitna,
sagði hann: „Frá því fyrsta að farið er á ný að tala um virkjun
Gönguskarðsár, er talið að virkjunin verði Sauðárkrók ofviða í
bili a.m.k.; er hún því fyrst skv. rafmagnslögunum fyrirhuguð
sem héraðsrafveita og síðar sem ríkisrafveita."39 Var því fast sótt
á ríkið um að taka hana að sér að fullu, um það vitna margar
samþykktir og bréf hreppsnefndar Sauðárkróks og sýslunefndar
frá þessum tíma. A fundi með hreppsnefnd gera þingmennirnir
Jón Sigurðsson og Sigurður Þórðarson grein fyrir fundi með
ráðherra þar sem þeir fóru fram á fyrir hönd hrepps og sýslu að
ríkið annist virkjunina Tók ráðherra málinu vel, en gat þess að
hann gæti ekki tekið fullnaðarákvörðun, þar sem rafmagnseftir-
litsstjóri væri erlendis og biði ákvörðun heimkomu hans. I bréfi
frá oddvita Sauðárkróks, Eysteini Bjarnasyni, til sýslunefndar
Skagafjarðarsýslu sagði:
Um leið og ég þakka sýslunefnd Skagafjarðarsýslu góða
afgreiðslu á erindi mínu viðvíkjandi Gönguskarðsár-
virkjun á síðasta aðalfundi, leyfi ég mér enn á ný að leita
samstarfs hinnar háttvirtu sýslunefndar um að hið fyrsta
verði ákveðið, hvort virkjun þessi verði framkvæmd af
ríkinu, héraðinu eða Sauðárkrókshreppi einum.
Síðastliðið sumar héldu hreppsnefndirnar á væntanlegu
rafveitusvæði fund og ákváðu að safna undirskriftum um
áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að virkjun
Gönguskarðsár yrði framkvæmd af ríkinu og hafa þing-
menn héraðsins haft málið til meðferðar síðan. Virðist
39 Eysteinn Bjarnason: „Þættir úr sögu rafveitumáls Sauðárkróks...“, bls. 89-
158