Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 165
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
Rafmagnsveitur ríkisins og frarnkvœmdin
Þegar hér var komið sögu ákvað ríkisstjórnin að nota heimild í
lögum frá júní 1947 um að fela Rafmagnsveitum ríkisins fram-
kvæmd verksins, og taka þær við því í apríl 1948. Eftir að
Rafmagnsveitur ríkisins tóku við framkvæmdinni og fjármagn
til hennar hafði verið tryggt, var hafist handa af fullum krafti.
Stærstu verkþættir vom stíflan sem hafði verið að hluta byggð
árið áður og þrýstivatnspípan sem var sú lengsta hérlendis, 2,3
km. Ennfremur var bygging stöðvarhússins eftir og frárennslis-
skurður frá stöðvarhúsi til sjávar. Aðalverktaki var Almenna
byggingafélagið hf. Við félagið hafði áður verið gerður ítarleg-
ur samningur sem Rafmagnsveitur ríkisins tóku við sem verk-
kaupi og eru í 3. grein hans taldir upp þeir verkþættir sem hann
náði til:
Mannvirki þau, er verksali tekur að sér að byggja sam-
kvæmt samningi þessum, eru sem hér segir: Stífla með
inntaksþró, jöfnunarþró, undirstöður undir þrýstivatns-
pípu ásamt aðstoð við uppsetningu pípunnar, stöðvarhús
ásamt frárennslisskurði, allt samkvæmt meðfylgjandi teikn-
ingum og sérteikningum, sem síðar verða látnar í té.42
Staðarverkfræðingur Almenna byggingafélagsins var Marteinn
Björnsson og yfirverkstjóri á byggingarstað Jón Halldórsson
byggingameistari. Landssmiðjan sá um smíði og frágang síð-
ustu 100 m af þrýstivatnspípunni, stálpípu frá Nafabrún að
stöðvarhúsi. Fjöldi iðnaðarmanna og verkamanna víðs vegar af
landinu og úr Skagafirði, um 60 manns þegar flest var, vann við
bygginguna á þessu tímabili og sumir að ýmsum lokafrágangi
eftir að virkjunin tók til starfa. Uppsetningu véla og rafbúnaðar
önnuðust starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins. Sigurður Thor-
42 Skjalasafn RARIK. Málasafn 533. Byggingarsamningur Gönguskarðsár-
virkjunar.
163