Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 167
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
hreinsa grjótið og grafa upp rásirnar með handverkfærum. Þegar
búið var að sprengja fyrir stíflunni, var haldið áfram niður í
gilið og sprengt fyrir pípustöplunum. Þetta var mikil vinna og
erfið, við vorum með handloftbor til að bora holurnar, en ekki
önnur tæki. Nokkru neðan við stífluna var stór klettur sem hét
Brúarklettur, en af kletrinum hafði verið steinbogi yfir ána sem
var notaður sem brú þar til hann hrundi einhverntíma fyrr á
öldum. Heitir það svæði enn Brúarland. Það var erfitt að sprengja
klertinn. Hann var það stór að við þurftum að bora margar djúp-
ar holur fyrir sprengiefninu.
Við lukum öllum sprengingum fyrir haustið, síðan var gert
hlé um veturinn. Vorið eftir komu margir trésmiðir á vegum
Almenna byggingafélagsins og hófust þegar handa við að slá
upp mótum fyrir stíflunni. Verkstjóri til að byrja með var
Stefán Jóhannesson og yfirsmiður Leó, en ekki man ég hvers son
hann var. Þá kom einnig að verkinu Ragnar Magnússon frá
Skagaströnd sem sá um sprengingar, en mjög fljótlega eftir að
uppsláttur fyrir stíflunni hófst urðu mannaskipti, Leó hætti og
Jón Halldórsson tók við sem yfirsmiður. Einnig kom þá sem
verkstjóri Kristján Hansen og var Stefán Jóhannesson honum til
aðstoðar.
Fyrsta verkefnið var að veita ánni með varnargarði í norð-
urhluta farvegarins, og var stíflan síðan steypt upp í þremur
hlutum, fyrst miðhluti hennar þar sem eru botnrásin og inn-
taksþróin fyrir pípuna. Þegar því var lokið var varnargarðurinn
færður til og ánni veitt í botnrásina, og norðurhluti stíflunnar
steyptur og loks suðurhlutinn. Allt fyllingarefni í steypu var
sótt í fjörukambinn suður á Mölum og mokað á bílana með eina
vélknúna moksturstækinu sem notað var við verkið.
Oll steypa í stífluna var hrærð á staðnum, og var steypuvélin
staðsett í miðjum slakka að gilinu þar sem nú er vegslóði að
stíflunni, steypunni var rennt frá vélinni í rennu niður í vagn
sem gekk á spori út á steypumótin, en spil sem var á steypu-
vélinni dró vagninn til baka, en hann rann sjálfur undan halla
165