Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
út á mótin. Jafnhliða vinnu við stífluna var unnið við uppslátt
fyrir undirstöður pípunnar í gilinu. Erfitt var að koma efni og
steypu niður í gilið og varð að byggja nokkur hundruð metra
langa braut meðfram stöplunum frá stíflunni og að þeim stað
sem pípan fer upp úr því, eftir brautinni var steypunni ekið í
hjólbörum, að mótunum. Um haustið var vinnu við stífluna og
undirstöðurnar að mestu lokið, og var áframhald verksins látið
bíða vors.
Þegar Rafmagnsveitur ríkisins tóku alfarið við virkjuninni
var settur mikill kraftur í verkið, starfsmönnum fjölgað, og
voru um sextíu manns við störf þetta sumar og unnu samtímis
á fjórum stöðum, við byggingu stöðvarhúss, frárennslisstokks
og jöfnunarturns, við undirstöður undir pípu frá gili að stöðvar-
húsi og samsetningu þrýstivatnspípu. Vegurinn út á Eyri lá þar
sem stöðvarhúsið stendur nú, og austan við veginn var svokallað
Þverhús sem lokaði leiðinni milli hans og sjávar, búið var í hús-
inu og urðu því nokkrar tafír á að það væri fjarlægt. Það varð að
ráði að rífa austurhluta hússins og byrja á að byggja frárennslis-
stokkinn frá stöðinni og þegar honum var lokið var vegurinn
færður yfir stokkinn, á þann stað sem hann er nú. Því næst var
hafist handa við stöðvarhúsbygginguna, og var henni lokið um
haustið. Uppi á Móum var jöfnunarturninn byggður um sumar-
ið og undirstöður pípunnar. Mikið verk var að grafa á höndum
fyrir öllum undirstöðunum. Grafið var einn og hálfan metra
niður fyrir hvern stöpul, og voru stöplarnir í kringum eitt-
hundrað. Verkstjóri um sumarið við gröftinn og steypuvinnu var
Kristján Hansen. Efnið í pípuna kom um sumarið með skipi til
Sauðárkróks frá Noregi, og með því var fenginn maður sem var
vanur samsetningu pípuefnisins. Þegar skipið kom með efnið
var strax hafist handa við að skipa því upp og var það sett á einn
stað, á sléttan mel þar sem er fjárrétt smábænda á Sauðárkróki,
þar var því staflað upp. Uppskipunin gekk vel til að byrja með,
en þegar á daginn leið fór að bera á allskonar töfum, og akst-
urslag vörubílstjóranna svolítið reikult. A þessu var sú skýring
166