Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 169
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
að íleira kom með skipinu en járn og timbur, sennilega eitthvað
sem svalaði þurrum kverkum.
Þegar lokið var við að steypa undirstöður pípunnar var strax
hafist handa við samsetningu hennar, það var unnið undir stjórn
verktakans og Norðmannsins sem leiðbeindi við verkið. Tveir
vinnuflokkar settu pípuna saman, hófst vinnan frá einum stað
þar sem efmð var og síðan var unnið til beggja átta þaðan.
Nauðsynlegt þótti að hafa norskumælandi menn til samskipta
við Norðmanninn sem hafði umsjón með verkinu, og völdust
til þess hvor í sinn flokk þeir Oli Aadnegard norskur maður sem
bjó á Sauðárkróki og Gunnar Gunnarsson bóndi og rafvirki á
Reykjum á Reykjaströnd. Samsetningin gekk vel og var henni
lokið þegar kom fram á haustið. Landssmiðjan annaðist smíði og
samsetningu stálhluta pípunnar frá brún að stöðvarhúsi. Pípan
var flutt á bílum frá Reykjavík og sá Gunnar Þórðarson vöru-
bifreiðarstjóri um flutninginn norður; hún var flutt í fjögurra
metra lengjum, sem síðan voru soðnar saman tvær og tvær við
stöðvarhúsvegg og síðan dregnar upp í brekkuna með kraft-
talíum og endanlega gengið frá þeim þar.
Um veturinn var unnið við byggingu stöðvarhússins og undir-
búningur hafinn að niðursetningu véla. Eiríkur Briem raf-
magnsveitustjóri annaðist val á vélbúnaði virkjunarinnar, og
kom búnaðurinn um mitt sumar 1949- Vinna við uppsetningu
var strax hafin og önnuðust starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins
það verkefni. Þar komu við sögu einstaklingar sem áttu eftir að
starfa hjá Rafmagnsveitunum um langa hríð. Hákon Pálsson
sem seinna varð stöðvarstjóri virkjunarinnar sá um uppsetningu
alls vélbúnaðarins og leysti það vel af hendi eins og annað sem
hann kom nærri. Guðjón Guðmundsson rekstrarstjóri, Narfi
Þorsteinsson rafmagnstæknifræðingur og Asgeir Sæmundsson
verkfræðingur, ásamt Jóni Guðmundssyni rafvirkja, sem var
fenginn til að vinna þau störf hjá Rafmagnsveitunum sem sér-
staklega þurfti að vanda til, sáu um uppsetningu og tengingu
rafbúnaðar. Uppsetning vélbúnaðarins gekk áfallalaust og var
167