Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK
honum lokið um mánaðamór nóvember og desember, og hófust
þá prófanir sem stóðu til 8. desember að virkjunin var endan-
lega tekin í notkun. Til að fylgjast með prófunum stöðvarinnar
komu Eiríkur Briem rafmagnsveitustjóri og Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður sem gerði vatnsnýtnimælingar.44
Þann 8. desember 1949 var Gönguskarðsárvirkjun formlega
tekin í notkun, og þess dags verður lengi minnst sem tíma-
mótadags í orkumálum Skagfirðinga. Aður hafði Sauðárkrókur
búið við langvarandi orkuskort og önnur svæði héraðsins ekki
haft völ á raforku nema frá fáum litlum heimarafstöðvum, en nú
allt í einu var næg raforka, þó enn skorti mikið á að hún næði
til allra því bygging dreifikerfisins var rétt hafin, en lang-
þráðum áfanga var náð og liðin þrjátíu og sex ár frá því að fyrst
var hugað að virkjun Gönguskarðsár. Erfitt er nú á tíma nægrar
raforku að átta sig á því hversu mikil bylting varð með tilkomu
virkjunarinnar, ekki einungis nægt framboð á rafmagni, heldur
lækkaði verðið úr einni krónu og 70 aurum kWst. í liðlega 30
aura. Byggingarkostnaður, sem áður hafði verið áætlaður 2,5
milljónir, var orðinn um 5 milljónir þegar stöðin tók til starfa.45
Strax í upphafi fékk Rafveita Sauðárkróks orku frá Göngu-
skarðsárvirkjun fyrir hluta bæjarkerfisins, en hinn hluti hans
var tengdur við Sauðárvirkjun þar sem ennþá vantaði efni í
lagnir. Þegar þeim lauk var Sauðárstöðin stöðvuð og allt kerfið
tengt við Gönguskarðsárvirkjun. Rafvæðingin stuðlaði að veru-
legri hagræðingu í atvinnulífi og olli gagngerðum breytingum
á heimilisháttum. Hvergi urðu þó áhrifin meiri en í iðnaði, sem
hafði um árabil átt undir högg að sækja á Sauðárkróki, einkum
vegna skorts á raforku. Eftir að virkjunin tók til starfa óx þess-
ari atvinnugrein ásmegin enda varð rekstur vélaverkstæða, tré-
44 Viðtal við Friðrik Jónsson byggingarmeistara og Jón Halldórsson yfirverk-
stjóra 1997.
45 Guðjón Guðmundsson og Lýður Bjömsson: Rafstöðvabókin. Óprentað handrit í
eigu Guðjóns.
168