Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 171
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
smíðaverkstæða, bifreiðaverkstæða og annartar starfsemi af
slíku tagi mun auðveldari. Kom það sér vel þar sem atvinnulíf
kaupstaðarins byggðist að umtalsverðu leyti á viðskiptum við
sveitir héraðsins.
Alarkaðurinn
Vegna langvarandi orkuskorts var markaður fyrir raforku lítill,
en strax var farið að huga að stækkun hans. Arið 1949 var
byggð lína frá Gönguskarðsárvirkjun að Glaumbæ, og fengu
þau sveitabýli, sem næst henni eru, rafmagn veturinn 1949 og
1950 og er það fyrsta dreifilínan sem byggð er af Rafmagns-
veitum rfkisins í Skagafirði, en það var aðeins upphaf þess sem
síðar varð. Þegar uppbyggingu dreifbýliskerfisins lauk rúmum
30 árum síðar voru síðustu sveitabýlin sem þess óskuðu tengd
orkukerfinu, en þrjú býli hafa ennþá rafmagn frá einkarafstöðv-
um. Lengd raflína í Skagafirði er nú rúmir 500 km. Mikill
skortur var á rafmagnstækjum til heimilisnota og var erfitt að
útvega þau. I bréfi til verslunarinnar Electrik Reykjavík segir m.a:
Undanfarið höfum við haft hér litla vatnsaflsstöð og
mótorsamstæðu, sem aðeins hefur nægt til ljósa fyrir
bæinn. Af þeim ástæðum eru hér engin heimilisraftæki
til. Nú er hér að taka til starfa stór rafveita, Gönguskarðs-
árvirkjun, og vantar okkur þá algjörlega eldavélar og
önnur raftæki. Við höfum fengið loforð hjá Rafha um 60
eldavélar á þessu ári, en það er algjörlega ófullnægjandi.
Við höfum þegar tekið á móti pöntunum á 120 vélum.
Vegna óhagstæðra lána við framkvæmdirnar hér, er það
lífsspursmál að fá raftækin hið allra fyrsta, til að geta
staðið undir lánunum. Leyfi mér að óska eftir að þér
útvegið okkur 60 rafeldavélar á þessu ári.46
46 HSk. Skjöl bæjarstjórnar Sauðárkróks 1949.
169