Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
Bréf þetta er óundirritað, en dagsett 9. júlí 1949, líklega frá
bæjarstjórn eða rafveitunefnd Sauðárkróks, sem hefur haft áhyggj-
ur af litlum markaði og viljað auka orkusölu til almennings, til
að standa undir fjárfestingum við uppbyggingu dreifikerfisins á
Sauðárkróki. Markaður fyrir raforku stækkaði með aukinni orku-
notkun á Sauðárkróki og eftir því sem uppbyggingu á dreif-
býlisveitunum miðaði áfram.
Þróunin í raforkukerfinn
Fyrsta árið sem Gönguskarðsárvirkjun var starfrækt, 1950,
framleiddi hún 837 megavattstundir og mesta álag var 340
kílóvött. Aratug síðar framleiddi virkjunin 3.400 megavatt-
stundir á ári og var mesta álag komið upp í 1.180 kW eða um
9% yfirálag miðað við uppgefna stærð rafala.47 Arin 1955 og
1956 var lögð 30 kV háspennulína frá Gönguskarðsárvirkjun
yfir Þverárfjall og til Laxárvatnsvirkjunar við Blönduós, og hófst
þá samrekstur þeirra. Þessi samtenging er sú fyrsta hérlendis
þar sem tvær vatnsvirkjanir eru tengdar saman með þessum
hætti.
Gönguskarðsárvirkjun er hrein rennslisvirkjun, án uppistöðu-
lóna, en Laxárvatnsvirkjun hefur vatnsmiðlun frá tveim stöðu-
vötnum. Var þessi samtenging því mjög hagkvæm. Um þessa
tengingu urðu miklar deilur, töldu báðir aðilar, Skagfirðingar
og Húnvetningar, að nú ætti að fara að stela rafmagni frá sér og
flytja til hins og væri hér um algjöra goðgá að ræða sem ekki
mætti líðast. Þegar fram liðu stundir sáu allir að þetta fyrir-
komulag kom báðum til góða. Samtenging jók vatnsnýtinguna
og rekstraröryggið til muna þar sem virkjanirnar voru ólíkrar
gerðar.48
47 Erindi flutt af Guðjóni Guðmundssyni fyrrv. rekstrarstjóra RARIK 8. des.
1989- Hdr. í eigu Guðjóns.
48 Viðtal við Guðjón Guðmundsson fyrrv. rekstrarstjóra RARIK. 1997.
172