Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
pólitískra skoðana iðnaðarráðherra.49 Síðan var byggð 60 kV
lína frá Varmahlíð til Sauðárkróks, og var þá komin á tenging
þriggja orkuveitusvæða sem náðu frá Þórshöfn á Langanesi til
syðsta hluta Strandasýslu. Síðan var haldið áfram með Byggða-
línuna sem tengir landið í eitt orkuveitusvæði.
Áin
Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði dregur nafn sitt af sam-
nefndri á er fellur til sjávar í Skarðskrók norðan Sauðárkróks.
Ain kemur sunnan af Víðidal og tekur til sín allar ár og læki úr
Gönguskörðum, breiðum dal milli Molduxa og Tindastóls.
Gönguskarðsá er dragá, og eru dragáreinkenni hennar einskonar
millistig milli húnvetnsku ánna af flötum heiðarlöndum og
þeirra eyfirsku sem falla úr þröngum, bröttum dölum. Dalbotn-
ar eru allvel grónir og nokkuð uppeftir hlíðum. Vatnasvið ár-
innar er fjalllendið og daladrögin vestan við Sæmundarhlíð í
Skagafirði, svonefnd Staðarfjöll, en upptökin eru í Mjóadals-
skarði í Húnavatnssýslu, efstu totu vatnasviðsins. Aðalstofnarnir
eru tveir, Víðidalsá og Miðdalsá, og vatnasvið hjá rafstöðvarstífl-
unni 167 km2. Lengd árinnar frá upptökum til ósa er 27 km, en
sá hluti hennar sem ber nafnið Gönguskarðsá er aðeins 9 km.
Meðalrennsli Gönguskarðsár er um 7 rúmmetrar á sekúndu, en
er þó lengstum á bilinu 3—5 rúmm/sek. I langvinnum frostum
og þurrkum fer rennslið niður fyrir einn rúmmetra og þegar
skefur í ána auða getur hún þorrið með öllu um stundarsakir.
Meðan Gönguskarðsá er að frjósa koma iðulega í hana þrepa-
hlaup sem eiga upptök sín nokkru innan við Skollatungu og
setja mikla hrönn í gljúfrið, nú í rafstöðvarlónið. Gönguskarðsá
er að jafnaði fremur lítil á og meinleysisleg, en getur þó orðið
49 Helgi Kristjánsson: Afmælisrit Rafmagnsveitna ríkisins. Óprentað hdr. í
fórum Helga.
174