Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 177
ÞRÓUN RAFVÆÐINGAR OG GÖNGUSKARÐSÁRVIRKJUN
býsna mikið vatnsfall. Hún var talin mesta manndrápsá Skaga-
fjarðarsýslu uns hún var brúuð 1875.50
Vtrkji/nin
Gönguskarðsá var stífluð með 70 m langri og 9 m hárri stíflu
vegna virkjunarinnar rétt ofan við Brúarland um 2.300 m frá
sjó. Frá stíflunni var lögð þrýstivatnspípa úr tré, 2.200 m löng
að brekkubrún ofan stöðvarhúss en þaðan 100 m löng stálpípa
að stöðvarhúsinu. Innanmál pípunnar er 135 cm og 120 cm.
A miðri pípu var byggður þrýstijöfnunarturn úr steinsteypu, 13
m hár, til að jafna vatnsþrýsting við álagsbreytingar. Turninn er
sá fyrsti sinnar gerðar hérlendis. Sjálft stöðvarhúsið var byggt í
norðanverðum kaupstaðnum og ber götunúmerið 25a við Aðal-
götu. Þar var komið fyrir aflvélum frá G. Gilkers & Gordon
Ltd., af Francis-gerð, 1.500 hestöfl, 750 sn/mín. Vatnsnotkun er
2,23 rúmm/sek. Nýtanleg fallhæð 65 m. Rafallinn er frá Metro-
politan Wickers, 11 kV, 1330 kVA. Frá stöðvarhúsi er 29 m
langur frárennslisstokkur til sjávar.
Reksturinn
Við stíflugerðina myndaðist lítið inntakslón, sem hefur frekar
litla miðlun, og á veturna getur orkuvinnslan minnkað mikið
þegar snjó skefur í ána. Myndast þá krapi í lóninu sem sest fyrir
inntaksristarnar. Þrepahlaup myndast oftast ofarlega í ánni í
miklum frostum og hríð og stöðvar rennsli hennar. Þrepahlaup
er þegar mikill snjór og krapi safnast í vatnið í farveginum og
það kólnar það mikið að úr verður krapastaup sem hleðst upp í
farveg árinnar, síðan myndast stíflur úr krapanum sem stöðva
vatnsrennslið þar til þær bresta af vatnsþunganum, og hlaupið
50 G'tingmkardíárvtrkjun. Bæklingur útg. af RARIK, mars 1996.
175