Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 182
HVAR SEM HANN VAR OG HVERT
SEM HANN FÓR...
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
eftir EGIL HÉÐIN BRAGASON
VORIÐ 1990 gerði ég mér ferð fram að Klóni í Hrolleifsdal, á fornar slóðir
Jóns hörgs. Áhugi minn fyrir þessum sérstæða manni vaknaði við lestur
æviminninga Sæmundar Dúasonar, Einu sinni var. Ég ritaði grein um Jón
hörg ásamt brotum úr sögu Hrolleifsdals sem birtist í jólablaði Dags 1990.
Þessi grein varð til þess, að ég kynntist Tryggva Guðlaugssyni frá Lónkoti.
Hann hafði samband við mig eftir að greinin birtist og skýrði mér frá því,
að hann hefði frá ýmislegu að segja er snerti dvöl Jóns hörgs í Skagafirði á
fyrstu árum þessarar aldar. Varð þá að ráði, að ég setti saman þátt þennan úr
þeim brotum, sem ég hafði viðað að mér ásamt frásögn Tryggva, til birting-
ar í Skagfirðingabók. Er það von mín, að þessi viðleitni hafi bjargað nokkrum
fróðleiksmolum frá því að hafna í glatkistunni.
Örlög sín veit enginn fyrir. Ævikjör manna eru eins misjöfn
og þeir eru margir. Þetta er gamall, en þó alltaf nýr sannleikur
hverri kynslóð. Frásagnir af ævi og kjörum genginna kynslóða
eru ekki ómerkasti þáttur menningararfs hverrar þjóðar. Slíkar
frásagnir mynda þann hlekk sem tengir nýja kynslóð við for-
feður sína, þær eru arfur sem mikilsvert er að varðveita.
Frásögnin, sem hér birtist, er ekki af valdsmönnum eða fyr-
irfólki, þvert á móti er hún af blásnauðu alþýðufólki. Þetta er
sígilda sagan af vinnumanninum og vinnukonunni. Leiðir þeirra
skerast er þau hafa bæði um langt skeið verið hjú á ýmsum
bæjum og átt misjafnan kost. Konan verður barnshafandi með-
an þau eru saman f vistum. Þá eru aðeins tveir kostir, að rugla
saman reitum sínum og hefja kotbúskap af næstum engum
efnum, eða að barnið fari á sveitina. Aðrir valkostir voru tæpast
180