Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 183
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
fyrir hendi, þótt vissulega þekkist dæmi þess, að vinnukonur
væru með barn í vistum, þótt sjaldgæft væri. Þau taka fyrri
kostinn.
Þá taka við nokkur erfið ár, þar sem baráttan stóð um að
bægja sultinum frá dyrum. Að lokum verða þau að láta í minni
pokann, ómegðin verður óviðráðanleg. Skuldirnar safnast upp.
Þau eru að lokum flutt sveitarflutningum, foreldrar og börn
tvístrast í ýmsar áttir. Þetta var martröð allra fátækra fjöl-
skyldna. En allar raunir taka enda, og svo var einnig hér.
Hrolleifsdalur
í vatnsdæla sögu er getið tildraga þess, að Hrolleifsdalur fékk
nafn. Dalurinn er kenndur við Hrolleif hin mikla sem var
bróðursonur Sæmundar hins suðureyska, fóstbróður Ingimund-
ar gamla. Hrolleifur fór ásamt móður sinni, Ljót, á fund Sæ-
mundar, en hann var, eins og flestum er kunnugt, landnáms-
maður í Sæmundarhlíð. Sonur Sæmundar var Geirmundur, er
bjó á Geirmundarhóli. Sæmundur var í frændsemi við þau
mæðgin.
Hrolleifur „var allra manna sterkastur ok fór illa með afli
sínu við sér minni menn. Var hann glettinn ok ágangssamr ok
launaði illu gott með ráði móður sinnar." Um Ljótu er það
helst að segja, að hún var fjölkunnug, að dómi ritara Vatnsdcelu.
Hrolleifur lenti brátt í illdeilum við Geirmund frænda sinn.
Sæmundur vildi losna við Hrolleif og móður hans úr nágrenni
sínu og fékk þeim Hrolleifsdal til ábúðar.
En friðurinn varð skammur. Ekki löngu síðar varð Hrolleif-
ur Oddi Unasyni að bana, en hann var sonur Una landnáms-
manns í Unadal. Var Hrolleifur útlægur ger úr Skagafirði fyrir
þetta illvirki. Ekki verður saga Hrolleifs rakin öllu lengra, en
þó verður ekki hjá því komist að minnast á það verk sem hann
er frægastur fyrir, en það er víg Ingimundar gamla. Ingimund-
181