Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 184
SKAGFIRÐINGABÓK
arsynir vógu Hrolleif síðar og drápu móður hans einnig, en
hún reyndi að villa þeim sýn með gjörningum.
Uppruni Jóns Jónatanssonar „hörgs“
Maður var nefndur Jón Jónatansson. Hann var fæddur 20. júlí
árið 1852 í Hörgsdal á Mývatnsheiði. Foreldrar Jóns vom Jónatan
Jónsson bóndi í Hörgsdal og kona hans, Kristín Tómasdóttir.
Um ævi Jónatans er ekki ástæða að fjölyrða margt að sinni
annað en að hann fæddist í Hörgsdal 15. apríl 1828, ólst þar
upp og bjó búi sínu á jörðinni 1864—76 og aftur 1879-83. Jón
Magnússon faðir hans var annálaður hörku- og dugnaðarmaður.
Hann byggði Hörgsdal úr auðn og bjó þar lengstan hluta æv-
innar, 1825—64, að sonur hans tók við búinu. Þess má geta, að
kunnugir menn eru samdóma í áliti sínu, að enginn meðal-
maður hefði getað reist bú í Hörgsdal eins og Jón Magnússon
gerði, nema vera gæddur afburða hæfileikum og vera tilbúinn
að leggja allt undir til að verða sjálfstæður bóndi af nánast eng-
um efnum. Jón Jónatansson átti því ættir að rekja til mikils
dugnaðarfólks, sem hafði barist áfram og unnið sigur í glímu
við óblíð náttúruöfl og örðugar kringumstæður.
Jón fékk snemma viðurnefnið „hörgur" vegna uppruna síns í
Hörgsdal og var jafnan nefndur Jón hörgur. Viðurnefni voru
ákaflega algeng hér á landi á síðustu öld, og fór ekki að draga
úr þeim að nokkru ráði fyrr en á fyrsta fjórðungi 20. aldar.
Þegar Jón hörgur var aðeins þriggja ára að aldri, fluttu foreldr-
ar hans að Fljótsbakka, þar sem þau bjuggu 1855—59. Jónatan
fór aftur að Hörgsdal það ár, 1859, en bjó aðeins einn vetur þar
að sinni. Næstu árin var Jón á ýmsum bæjum í Mývatnssveit,
en veturinn 1871—72 var hann í Hörgsdal, þá tvítugur að
aldri.
Eftir þetta hefst vinnumannsferill Jóns hörgs, en eitt ein-
kenndi þann feril öðru fremur, tíð vistaskipti. Yfirleitt dvaldi
182