Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 185
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
hann aðeins eitt ár á hverjum stað, og segir það sína sögu,
væntanlega um ósamlyndi hans og húsbændanna eða persónu-
legt eirðarleysi. Hafa ber þó í huga, að vinnuhjú voru sífellt á
höttunum eftir betri vist. Þannig er hann lausamaður á Hellu-
vaði 1873, vinnumaður í Lundarbrekku 1875, Grænavatni 1876,
lausamaður á Litluströnd 1877, í Víðikeri 1881, Halldórsstöð-
um 1882, í Reykjahlíð 1883, laus og án heimilis við Mývatn
1886-87, vinnumaður í Vindbelg 1888, lausamaður í Haga-
nesi 1889, vinnumaður á Stóru-Laugum 1890, fór þaðan að
Öngulsstöðum 1891, að Geldingsá 1893, var lausamaður á
Litlu-Laugum 1894, lausamaður á Litlutjörnum 1897, vinnu-
maður á Jarlsstöðum 1898 og að lokum húsmaður á Arbakka
1899.
Um skapgerðareinkenni Jóns hörgs er það helst að segja, að
allar heimildir eru sammála um, að hann hafi þótt þverlyndur
og harður í horn að taka. Hann kom sér lítt við sveitunga sína
og átti oftast í útistöðum við þá. Ævi hans átti eftir að verða
raunaleg um margt, eins og nánar verður rakið hér á eftir. Eg
vil vitna hér til vísu í kvæðinu f'hlaginn, eftir Helga Ámason,
bónda í Hörgsdal, þar sem hann kvað í eftirmælum eftir Jón
hörg:
Svo hvar sem hann var og hvert sem hann fór
þá kyrrði ei mótgangsvind.
Það var sem allir álitu hann varg,
en orð hans og gerðir synd.
Um útlit hans segir í þætti Hallgríms Péturssonar um Jón
hörg í Árbók Þingeyinga 1989, 32. árg.:
I útliti stakk Hörgur í stúf við aðra menn. Hann var ríf-
ur meðalmaður á hæð, allur digur og lendakýldur, and-
litsbreiður og munnstór, eyrun hástæð, stór og þykk.
Hann var með alskegg og dökkleitt hár, sem var óvenju
183