Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 186
SKAGFIRÐINGABÓK
strítt og ótamið, augu stór og opin, oft rauðeygður. Allt
útlit mannsins minnti á úfinn og ótaminn víking. Þó
var hann ekki barnafæla, því olli viðmót hans við börn-
in.
Jón hörgur var hagyrtur ágætlega, og urðu margar vísur eft-
ir hann fleygar um héruð. Eitthvað mun hann hafa ritað í blöð,
líklega Akureyrarblöð, að því er talið er, en það hefur ekki ver-
ið kannað.
Kvonfang Jóns börgs
Jón hörgur var kominn undir miðjan aldur, 46 ára gamall, þeg-
ar hann kynntist konu þeirri, sem síðar átti eftir að verða eig-
inkona hans. Hún hét Sæunn Ásgrímsdóttir og var þá vinnu-
kona á Arnarstöðum í Bárðardal. Sæunn var skagfirsk að ætt,
dóttir Ásgríms Þorkelssonar bónda á Minni-Brekku í Fljótum
og víðar og konu hans, Sæunnar Jónsdóttur, sbr. Skagfirzkar
æviskrdr 1850—1890, IV. bindi. Sæunn Ásgrímsdóttir var fædd
árið 1869 og var því sautján árum yngri en Jón hörgur.
Sæunn Ásgrímsdóttir var þrítug að aldri, er hún ól dóttur á
Arnarstöðum. Barnið var skírt Unnur. Þegar þetta gerðist, var
Sæunn vinnuhjú á Arnarstöðum og þar hafði hún kynnst Jóni
hörg. Á þessum tíma var almenningsálitið annað en er í dag,
þegar um barneignir utan hjónabands var að ræða. Bændur og
forstöðumenn þeirra, hreppstjórar, hreppsnefndir og jafnvel prest-
ar óttuðust mjög, að ómegð myndi íþyngja íbúum sveitanna,
og gerðu flestir það sem í þeirra valdi stóð til að forðast slíkt
og koma jafnvel í veg fyrir samdrátt fólks, sem líklegt var talið,
að myndi falla í þessa „gryfju". Var þá lítið verið að velta fyrir
sér vilja eða tilfinningum þess fátæka fólks, sem flytja þurfti
jafnvel með hreppaflutningum, og varla varð lægra komist í met-
orðastiga þjóðfélagsins en lenda á sveit. í kirkjubók segir, að
Sæunn Ásgrímsdóttir hafi farið með barn sitt aldamótaárið
184