Skagfirðingabók - 01.01.1997, Qupperneq 188
SKAGFIRÐINGABÓK
Flutt að Klóni
Ekki er vitað um orsök þess, að þau hjónaleysin dvöldu aðeins
eitt ár á Krákustöðum. En svo mikið er víst, að vorið 1902 hefja
þau búskap á Klóni í Hrolleifsdal. Klón var samkvæmt Jarða-
og búendatali „eini bærinn í dalnum austan Hrolleifsár - átti
Klón land frá Geirmundarhólsskógi fram dalinn austanverðan,
fram til afréttar, er þar skjólsamt í norðaustanátt, gott land og
grösugt, en snjóþungt. Bærinn stóð á hól neðan við hlíðarfót-
inn, efst í túninu, sem var í nesi við Hrolleifsdalsá."
Klón var betri jörð en Krákustaðir, en ótrúlegt myndi mörg-
um nútímamanninum þykja, að þarna hafi fólk lifað af lands-
ins gæðum, einkum þegar tillit er tekið til þess, hversu lítinn
bústofn fátækt bændafólk bjó venjulega við fyrr á öldum og
jafnvel talsvert fram á þessa öld. Klón þótti ekki vænleg jörð
til búskapar, sem sést e.t.v. best á því, að ekki var búið þar
nema í eitt ár eftir að Jón hörgur fluttist þaðan eftir fímm ára
búskap. Afdalabæirnir í Skagafirði voru óðum að leggjast af á
fyrstu árum og áratugum aldarinnar, og eftir að fólki tók að
fækka í sveitum og jarðnæðisframboð að aukast í kjölfar fólks-
flutninga úr sveitum í kaupstaði og þorp, datt varla nokkrum
manni í hug að leggja á sig að búa á jörðum eins og Klóni.
Meðan þau Sæunn og Jón hörgur bjuggu á Klóni, gengu
þau í hjónaband. Samkvæmt prestsþjónustubók Fellssóknar var
lýst með þeim 10. ágúst 1902, en brúðkaupið fór fram 26.
september um haustið. Þar eignuðust þau tvær dætur í viðbót,
Sigríði og Þorgerði. Jónína Þorgerður Jónsdóttir var fædd 6.
júní 1904, skírð 21. október. Guðforeldrar voru Sölvi Sigurðs-
son, bóndi í Lónkoti, Guðmundur Guðmundsson í Glæsibæ og
móðirin. Sigríður var aðeins eldri, hún hefur líklega verið fædd
seint á árinu 1901 eða fyrrihluta árs 1902, því að samkvæmt
manntali Fellssóknar frá 1902 er bamið þá á fyrsta ári.
Athyglisvert er, að í athugasemd í kirkjubók, þar sem gift-
ing þeirra Jóns og Sæunnar er skráð, segir að Sæunn sé ráðs-
kona Jóns. En þetta var í rauninni aðeins titill, sem presturinn
186