Skagfirðingabók - 01.01.1997, Síða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
Fjölskyldan sundrast
í prestsþjónustubókum Reykjahlíðar- og Skútustaðasókna frá þess-
um tíma má lesa milli línanna sorgarsögu um hlutskipti fjöl-
skyldunnar frá Klóni, sem nú var komin á sveitarframfærslu á
heimasveit Jóns hörgs. Jón hörgur dvaldi fyrst á Grænavatni,
árið 1905, ásamt Unni dóttur sinni, en Sæunn er ekki skráð
þar til heimilis eða hinar dæturnar tvær. A Grænavatni bjuggu
Guðmundur Jónsson og Guðfinna Guðmundsdóttir, er þetta
var. Þorgerður, eins árs, er skráð á Arnarvatni ásamt móður sinni
þetta sama ár. Á Arnarvatni bjó Sigurður Jónsson ásamt konu
sinni, Málmfríði Sigurðardóttur.
Árið 1906 rennur upp, og í lok þess þegar síra Árni Jónsson,
prófastur á Skútustöðum tekur manntal, þá búa þau Jón hörg-
ur og Sæunn í Syðri-Neslöndum, eru þar á sveit með Maríu
dóttur sína á fyrsta ári. Þorgerður er þá orðin viðskila við móð-
ur sína og dvelur í Álftagerði hjá Sigurði Guðmundssyni bónda
og Önnu Jónsdóttur konu hans. Sigríður, fjögurra ára, dvelur
þetta ár á Geiteyjarströnd hjá Jóhannesi Sigurðssyni og Guð-
rúnu Jóhannesdóttur. Unnur er á Grænavatni hjá Guðna Ágústs-
syni bónda og fjölskyldu hans.
Þar sem fjölskyldan fluttist til Vesturheims næsta ár, 1907,
getur kirkjubókin ekki um heimilisfesti þeirra hjóna eða barn-
anna það árið. En fjölskyldan var tvístruð í ýmsar áttir eitthvað
á þriðja ár, og hjónin fengu aðeins að hafa yngsta barnið, Maríu,
hjá sér. Má nærri geta, hvort þetta hefur ekki verið erfið raun
fyrir hinar dæturnar þrjár að sjá ekki móður sína langtímum
saman.
Ömurleg cevilok
En nú fór að hilla undir lokaþáttinn í þessari baslsögu Jóns
hörgs og Sæunnar. Þau voru sumarið 1907 send til Vestur-
heims með dæturnar fjórar, sú elsta var þá aðeins sjö ára.
188