Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 191
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
Skútustaðahreppur greiddi farareyrinn. Vestra er lítið frá þeim
að segja. Jón hörgur var talinn una sér illa í nýja landinu, og
var honum, að sögn, tamt að grípa til flöskunnar og leggjast í
drykkjuskap. Nokkrum árum eftir brottförina barst sú fregn
til Islands, að Jón hörgur hefði farið af dögum, drukknað eða
fargað sér, snauður af öllu.
Það var sumarið 1913, nánar tiltekið í júlí-ágústhefti Lög-
bergs, sem greint var frá því í blaðinu, að Jón hörgur hefði
fundist drukknaður á víðavangi. I Mývatnssveit voru margir
þeirrar skoðunar, að Jón hörgur hefði fýrirfarið sér, en alls er
það samt óvíst. Hitt er satt, að hann drukknaði í grunnum
polli eða vatni, sem ekki var dýpra en svo, að maður gat vel
staðið upp úr því. Hugsanlega hefur hann verið drukkinn,
sofnað eða fengið aðsvif. I Mývatnssveit urðu ýmsir til að yrkja
eftir Jón hörg, því að hann var mörgum enn í fersku minni
þótt sex eða sjö ár væru liðin frá því hann yfirgaf sveitina.
Hér verður ekki lagður neinn dómur á þessa meðferð Mý-
vetninga á fjölskyldu Jóns. Þó er hægt að færa til þess nokkrar
líkur, að Mývetningar hafi stundum verið ötulir að losa sig við
fólk, sem líklegt var talið að myndi liggja með ómegð um lengri
eða skemmri tíma á hreppnum. Sem dæmi má nefna mál Jóns
Jónssonar „gæsku“ frá árinu 1870, en það ár var Jón og fjöl-
skylda hans rekin frá heiðarbýlinu Austaraseli, um 10 km aust-
ur frá Reykjahlíð, þar sem einhverjum hreppsnefndarmönnum
þótti útlit fyrir, að Jón gæti komist í þrot. Urðu málaferli þau
landskunn.
Frásögn Tryggva í Lónkoti
SÁ sem þetta ritar taldi lengi vel, að ekki væru til miklar heim-
ildir um dvöl Jóns hörgs það tímabii, er hann bjó í Skagafjarð-
arsýslu. Þó vildi svo vel til, að skilaboð bárust mér um það vet-
urinn 1992, að Tryggvi Guðlaugsson frá Lónkoti í Sléttuhlíð
hefði sitthvað í pokahorninu um dvöl Jóns hörgs í Skagafirði.
189