Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
Var þetta hið mesta happ, því að næsta ólíklegt verður að telja,
að fleiri en Tryggvi hafi varðveitt þessar frásagnir, því að svo
langt er liðið frá því að þeir atburðir gerðust, sem hér um ræð-
ir. Tryggvi frá Lónkoti er nú látinn.
Er þá best að hefja frásögn Tryggva, en hana hljóðritaði ég
veturinn 1992. Birtist frásögnin hér orðrétt að kalla.
Klón í Hrolleifsdal var í ábúð um síðustu aldamót. Þar
bjó Jón hörgur, aðfluttur frá Mývatnssveit. Sagnir um
Jón hörg voru misjafnar. Hann var illa kynntur á þann
veg, að hann kvað vísur um nágranna sína. Þessar vísur
voru misjafnar eins og gengur, og fóru þær eftir því
hvernig honum líkaði við mannskapinn. Ein vísan var
um hreppstjórann, Svein í Felli, hún er svona:
Augun hvít og ekki lítil næsta.
Kampa hefur kolsvarta
krummanef og refshjarta.
Þessi vísa varð landsfleyg og ekki fagurlega ort um yfir-
vald sveitarinnar. En í stuttu máli sagt kynntist Jón hörg-
ur öllum íbúum sveitarinnar svo illa, að hann var þarna
mjög stutt tímabil. Sagnir um hann langar mig til að
segja eins og mér voru sagðar þær og ég man þær helst.
Þegar Jón hörgur bjó á Klóni, var mótbýlismaður hans
á næstu jörð, Þverá, Kjartan Vilhjálmsson. Þeim kom ekki
vel saman frekar en öðrum, sem áttu samskipti við Jón
hörg, en örstutt er milli bæjanna. Páll Árnason hagyrð-
ingur fór að yrkja um þá bændur Jón hörg og Kjartan,
því að þeir flugust á út af kúm. Vísur, sem ég lærði ung-
ur að árum eftir Pál um þetta atvik, eru mér nú, því mið-
ur, næstum alveg gleymdar. Þó man ég fyrstu vísuna og
brot úr tveimur öðrum. Eru þær á þessa leið:
190