Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 193
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
Heiftum búnir bændur tveir,
barst það nú um sláttinn,
að ekki lúnir öttu geir,
út af kúnum börðust þeir.
Hörgur svarti mæddist meir,
maðurinn hart nær reiddi geir,
Halavelli hittust á,
Hrolleifsdals við ána,
En þeir voru með orfin og ljáina og ætluðu að slá hvorn
annan, jafnvel drepa hvor annan, en Kjartan átti konu,
sem sá atganginn. Hún brá sér yfir ána. Aðkoma hennar
var þannig, að hún hleypur á Jón hörg, kastar honum í
ána, en tekur Kjartan undir handarkrika sinn og hleypur
með hann yfir ána, yfir að Þverá. En Jón hörgur hafði
stungið ljánum á kaf í árbakkann og var að bisa við að
losa hann, þegar Sigríður, kona Kjartans, flutti mann sinn
á brott. Segir Sigríður Kjartani, að ef þeir bændurnir ætli
að leika þetta, þá sé búskapur þeirra hjóna búinn þarna á
Þverá. Hún ætli sér ekki að þurfa að skilja þá aftur.
Páll Árnason, sem síðast bjó á Siglufirði, var byrjaður
að yrkja bálk eða rímu um fund þeirra bændanna, en var
fenginn eða keyptur til að hætta við það. Ástæðan var
sú, að hann var eitthvað skyldur Kjartani. Páll var bóndi
allvíða, meðal annars í Hofsgerði á Höfðaströnd. Páll var
hagyrðingur góður og margar vísur kunnar eftir hann á
sinni tíð. Eg vil geta annarrar vísu eftir Pál, sem hann
setti saman er hann frétti, að Jón hörgur væri að flytjast
í Hrolleifsdal. Óskaði hann Slétthlíðingum til hamingju
með að fá skáld í sveitina með eftirfarandi vísu:
191