Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 194
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekki þyngjast ykkar kjör
eða þvinga kreppur.
Fær nú slyngan slöngubör
Slétthlíðingahreppur.
Þegar Jón hörgur flutti frá Klóni, reisti Þorsteinn Krist-
jánsson þar bú. Þorsteinn var þar aðeins í eitt ár, því að
hús voru öll ónýt orðin á Klóni og jörðin lítt byggileg.
Hann flutti þá ásamt konu sinni og börnum að Skarð-
dalskoti í Siglufirði. En þegar fleygt varð um sveitina, að
Þorsteinn myndi setjast að á Klóni eftir Jón hörg, kvað
Páll Árnason þessa vísu:
Nú er þessu koti Klóns,
kjörin bresta nauða.
Þorsteinn sest í sæti Jóns,
situr flesta dauða.
Ýmislegt annað get ég tínt til um Jón hörg. Jörðin Skálá í
Sléttuhlíð átti engi á Seta frammi í Hrolleifsdal. Jón
hörgur „stal“ enginu eitt árið, þ.e. sló engið í leyfisleysi,
en gerði síðan um þetta vísu. En til að skýra vísuna skal
þess getið, að eigandi Skálár — og þá engisins á Seta um
leið — var Friðrik Stefánsson alþingismaður og er hans
getið í vísunni. Þorkell Dagsson, síðast bóndi á Róðhóli
í Sléttuhlíð, bjó í eitt ár á Skálá, og er hans einnig getið
í umræddri vísu. Er hann þar nefndur Keli, en Þorkell
mun hafa komist á snoðir um „stuld“ Jóns hörgs á eng-
inu og sagt frá. Því miður er upphaf vísunnar fallið mér
úr minni, en þetta man ég með vissu af henni:
úr sundunum Friðriks steli,
elskan mín góða, haltu þig hér,
helvítis kjafturinn, Keli.
192