Skagfirðingabók - 01.01.1997, Blaðsíða 195
ÞÁTTUR AF JÓNI HÖRGI
Hryssan d Tjörnum og fleiri atvik
Svo er annað, sem Jón hörgur varð landsfrægur fyrir á
þessum árum. Þannig var, að hann átti gráa hryssu. Hryss-
an var eitthvað á þvælingi niður á bæjum, og bar hana
loks að Tjörnum. Guðmundur nokkur Guðmundsson bjó
þá í Glæsibæ. Hann var meðhjálpari séra Pálma Þór-
oddssonar. Það hvappast upp úr honum, að hann hafi
tekið gráu hryssuna hans Jóns hörgs til að flytja messu-
fólk yfir ána eitt sinn er messað var að Felli. Karlinn
hann hörgur varð alveg brjálvitlaus þegar hann frétti
þetta og sagðist ætla að kæra Guðmund fyrir að taka
hryssuna í leyfisleysi. Á messudegi skömmu síðar gerðist
svo það, að Jón hörgur og Guðmundur eru báðir staddir
á Felli. Þá fór Jón hörgur á fund séra Pálma og bar kæru-
málið upp við hann. Þá segir séra Pálmi: „Heyrðu Jón
minn. Ef þú heldur þessu áfram, meina ég þér að koma í
guðshús héðan í frá og njóta nokkurrar kirkjulegrar þjón-
ustu. Það skaltu fá að vita.“ Eg veit ekki hvort það er
satt, en mér var sagt, að hann hafi ekki komið í kirkju
framar. Hvort hann var við messu þennan dag veit ég
ekki. En þessi samskipti em, tel ég, dæmigerð fyrir hvem-
ig Jón hörgur kom sér meðal sveitunga sinna hér í Skaga-
firði.
Jón hörgur var háseti við haustróðra hjá Konráð Krist-
inssyni á Tjörnum eitt árið, sem hann bjó á Klóni. Sonur
Konráðs sagði mér, að Jón hörgur hefði stundum komið
seint til skips, og í eitt skiptið, sem hér um ræðir, voru
karlarnir búnir að beita, þegar Jón kom loks. Eg tek
fram, að nokkuð langt er að ganga frá Klóni niður að
þeim stað þaðan, sem róið var, og tel ég, að Jóni hafi ver-
ið nokkur vorkunn að koma of seint. Hann átti lang-
lengst að fara, og ekki er greiðfært í haustmyrkrinu eld-
snemma á morgnana. En þegar karlarnir spurðu Jón,
193