Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
hvað ylli töf hans þá kenndi hann konunni sinni um.
Hún hafi sagt, að hann færi ekki á sjóinn nema að hann
„þjónustaði" sig áður. Gxsli og Konráð heitinn hlógu mik-
ið að þessu hvað Jón væri stórlyginn að koma því á kon-
una, hvað hann væri seinn að vakna. Þetta væri bara hon-
um að kenna. En Gísli sagði, að karlinn hefði nú verið
fjandanum latari.
Gísli Konráðsson var ungur maður, líklega um tví-
tugt þegar þetta gerðist. Hann sagði einnig, að Jón hörg-
ur hefði verið fremur illa kynntur af sveitungum sínum,
sem helst hefðu viljað vera lausir við hann. Það var látið
fylgja sögunni, að hann hefði troðið sér upp hjá föður
sínum í Hörgsdal, án þess að karl faðir hans hefði eigin-
lega haft nokkur not af honum. Þetta lét Gísli nú fylgja
sögunni, og mér finnst þetta lýsa manninum eins og
hann var og kom fram við sveitunga sína.
Eitt var það einnig, sem haft var eftir Jóni hörg, að
Sæunn kona hans væri „ekki nokkur kona.“ En um það
skal ég ekkert segja, hvort þessi ummæli hans áttu við
nokkur rök að styðjast.
Lýkur hér frásögn Tyggva. Blessuð sé minning hans.
Ferð Sœmundar Dúasonar að Klðni
Hér skal að lokum skotið inn frásögn, sem upprunalega varð
til að kveikja hjá höfundi þessara lína áhuga á Jóni Jónatans-
syni hörg.
Á árunum 1966 til 1971 kom út ritsafnið Einu sinni var.
Það fyllir þrjú bindi og hefur að geyma ævisögu og minningar
Sæmundar Dúasonar barnakennara í Fljótum, Grímsey og Siglu-
firði. Hér verður ekki nánar fjallað um þetta gagnmerka rit, en
þeim, sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik, aðeins bent á, að
194