Skagfirðingabók - 01.01.1997, Side 198
SKAGFIRÐINGABÓK
Guðmundur fékk mig til að fara með öðrum dreng
inn að Klóni til að sækja skrokkinn og gæruna. Mig
minnir, að hinn pilturinn væri Ólafur Gottskálksson. Þessi
piltur gisti á Krakavöllum nóttina, áður en við lögðum af
stað inn eftir. Við fórum snemma um morguninn, vor-
um reiddir yfir Flókadalsá hjá Reit. Við vorum á skíð-
um.
Við gengum suður og upp á Reitsöxlina, þaðan í Bás-
hyrnuskál. Sumir kölluðu hana Mósselsskál. Ur Báshyrnu-
skál er drag yfir í Hrolleifsdalsafrétt. Um það fórum við.
Klón er fremsti bærinn í Hrolleifsdal, að minnsta kosti
af þeim, sem þá var búið á, þegar þetta var. Okkur þótti
afréttin löng. Við gengum fram hjá Barnadal og Lamba-
dal á vinstri hönd. Þá var enn langt eftir til bæja.
Loksins komumst við að Klóni. Við tókum skrokkinn
af hrútnum og hlutuðum sundur, jöfnuðum þessu svo og
gærunni í byrðar á okkur. Jón hörgur sagði okkur, að
um það leyti, er hann fann hrútinn, hefði hann slátrað
kvfgu, kvígan gerði ekki í blóð sitt, og það hefði komið
sér vel að fá mörinn úr hrútnum til að geta búið til slát-
ur úr blóðinu.
Við stönsuðum lítið á Klóni, héldum þaðan eins og
leið liggur niður Hrolleifsdal. Við komumst að Arnar-
stöðum seint um kvöldið og gistum þar um nóttina.2
í prestsþjónustubók Mývatnsþinga frá 1907 er skrá yfir burt-
flutta og aðkomna, eins og lög gera ráð fyrir. Þar segir í skrá
yfir burtflutta: „Jón „hörgur" Jónatansson, Sæunn Ásgríms-
dóttir, Unnur 7 ára, Sigríður 5 ára, Þorgerður 2 ára, Marxa á 1.
ári. Frá Syðri-Neslöndum til Americu." Er „Americu" skrifað
þannig, stórum stöfum, eins og ritarinn hafi fagnað sérstaklega
2 Einu sinni var, I. bindi, bls. 108-109-
196