Skagfirðingabók - 01.01.1997, Page 204
SKAGFIRÐINGABÓK
þeir lentu í sandbleytu og þurfti mikilla tilfæringa við að ná
bílnum á þurrt. Nú lá leiðin í Guðlaugstungur og að Blöndu.
Þriðjudaginn 25. júlí 1939 var Blanda í foráttuvexti og var
vita vonlaust fyrir þá félaga að reyna að komast yfir ána eins og
þeir voru újtbúnir. Þarna voru þeir hins vegar ekki einir á ferð,
því að við Blöndu voru mæðiveikiverðir. Einn þeirra, Húnvetn-
ingur sem mér er ókunnugt um hver var, réð leiðangursmönn-
um að bíða meðan hann safnaði saman vörðum á heiðinni til að
liðsinna þeim. Og þarna biðu þeir í tæpan sólarhring, en þá var
þolinmæðin þrotin, og þeir lögðu í án einir síns liðs. Svo segir
ÍVÍsi:
En þeir máttu ekki vera að bíða lengur og lögðu í ána.
Var hún svo djúp að flaut yfir sætin í bílnum, en hann
slapp yfir án þess að þurfa á minnstu hjálp að halda.
Voru þá mestu erfiðleikarnir á enda og götur allar greið-
ar það sem eftir var.
Er þetta í fyrsta skipti, sem bíll fer af eigin ramleik
yfir þessar ár, því að þeir bílar, sem þessa leið hafa farið
hingað til, hafa alltaf verið dregnir yfír þær.
Sigurður Sigurðsson sagði þeim er þetta ritar að Aðalsteinn
hefði setið fremst á húddinu með mikla kaðalhönk í fanginu,
og átti hann að brjótast í land ef bíllinn strandaði í miðri ánni,
en á hinum bakkanum biðu nokkrir verðir tilbúnir að draga
bifreiðina á þurrt.
Afengisbirgðir leiðangursins voru geymdar í forláta kistli, en
þar sem öllum ferðafélögunum þótti gott í staupinu, bar Sigfús
lykilinn að kistlinum í hálsbandi innanklæða. Var það óhagg-
anleg ákvörðun að vínið yrði ekki snert fyrr en sæi suður af.
Meðan á biðinni stóð við Blöndu mun Ingólfur hafa rennt æ
hýrari auga til hálsbandsins góða.
Að sögn Sigurðar vakti koma ferðamannanna á Kjöl miðviku-
daginn 26. júlí mikla kátínu og undrun hjá gæslumönnum,
202