Jökull - 01.12.1951, Qupperneq 3
JÓN EYÞÓRSSON:
Þykkt Vatnajökuls
Hversu þykkur er hjarnskjöldur
Vatnajökuls? Hvernig er landslagi hátt-
aö undir honum? Hvarf jökullinn meö
öllu á hlýviörisskeiði eftir siðustu ísöld?
I.
Tveim hinum fyrstu þessara spurninga er
að nokkru leyti svarað með þykktarmælingum
þeim, er Fransk-íslenzki Vatnajökulsleiðangur-
inn gerði á Vatnajökli í marz—apríl 1951. Er
nánar sagt frá leiðangrinum á öðrum stað í
þessu riti. -■ Áður höfðu verið gerðar tvær til-
raunir til þess að mæla þykkt jökulsins. Leið-
angur undir forustu Brian Roberts fór norður
yfir Vatnajökul sumarið 1932 og hafði með
sér mælingatæki, en þau reyndust ekki nothæf
þegar til átti að taka (1). Sumarið 1950 ætlaði
austurrískur maður að mæla jrykkt jökulsins,
en mælingartæki hans skemmdust, áður en
verkið hófst.
Þykktarmælingar á jöklum eru gerðar á hlið-
stæðan hátt og dýptarmælingar í vatni. Hvor
tveggja byggist á bylgjum, sem berast frá yfir-
borði gegnum vatnið eða ísinn, unz þær skella
á botnlaginu og „bergmála" eða endurvarp-
ast frá því. Við þykktarmælingar á jökli eru
skjálftabylgjur framleiddar með dýnamítspreng-
ingu. Að öðru leyti geta aðferðir við ísmælingar
verið dálítið misjafnar.
Á Vatnajökli voru notaðir þrír litlir jarð-
550-iT
JÖKULL
ÁRSRIT
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGS ÍSLANDS
1. HEFTI • REYKJAVÍK 1951
skjálftamælar, og voru þeir grafnir lítið eitt nið-
ur í snjóinn með 50 m millibilum í beina stefnu
frá sprengistaðnum. Myndin á næstu blaðsíðu
á að sýna afstöðu mælitækja.
Jarðskjálftamælar eru tengdir með einangr-
aðri leiðslu við tilsvarandi galvanómæla, sem
jafnan voru geymdir í öðrum skriðbílnum ásamt
ljósritunartæki, rafhlöðum, símatóli o. fl. Hinn
bíllinn var sendur með sprengiefni í öfuga átt
við jarðskálftamælana og oftast í 400—800 m
fjarlægð frá hinum næsta þeirra. Fjarlægð þessi
var mæld á einangraðri leiðslu, sem bíllinn rakti
ofan af vindu, er stóð hjá jarðskjálftamælunum.
Auk þess var þráðurinn notaður fyrir talsíma
milli bílanna. Sprengiefnið var grafið rúman
metra niður í snjóinn og kveikjuþráður settur í
samband.
Þegar allt er tilbúið á báðum stöðum, setur
mælingameistarinn Ijósritunartækið af stað.
Ljósdepill frá speglum galvanómælanna þriggja
markar þrjú bein strik á ljósnæma pappirsræmu,
sem hreyfist svo hratt, að vel má mæla á henni
Viooo úr sek. Jafnframt er gefið merki í sírna,
að skotið skuli ríða af. Er Jrá maður viðbúinn
nálægt sprengistaðnum til að hleypa rafmagns-
straumi í kveikjuþráðinn.
Sprengingin veldur bylgjuhreyfingu í jökl-
inum, og breiðist hún í allar áttir með jöfnum
hraða. Þrír bylgjuskarar myndast: lengdarbylgj-
ur og þverbylgjur í ísnum, en hljóðbylgjur í loft-
inu. Lengdarbylgjur fara með 3400—3800 m
hraða á sek. í ís, en þverbylgjur meira en helm-
ingi hægar. Hljóðbylgjur berast aðeins 340 m
á sek.
Lengdarbylgjur, sem breiðast út á yfirborði
jökulsins, ná fyrst jarðskjálftamælunum. Þótt
LAUDSBÓKASAFN
,M '87439
ÍSLA.'m'iS
1