Jökull


Jökull - 01.12.1951, Síða 5

Jökull - 01.12.1951, Síða 5
3. Ferill og mœlingastaðir leiðangursins á Vatnajökli, marz—april 1951. Mœlingastaðir eru tákn- aðir með o, tjaldstaðir með A- Hœðarlinur með 100 m millibili. Norðlingalcegð milli S7 og S19A. The track and the seismic sounding points on Vatnajökull, March—Apríl 1951. Skeiðarárdal. Umhverfis sléttuna rísa tindar og bungur, t. d. Esjufjöll, 1600—1800 m; Kverk- fjöll, 2000 m; Bárðarbunga, 2000 m; Svíahnúk- ar og Háabunga um 1700 m., Breiðabunga um 1520 m. og Öræfajökull um 2000 m. Sum þess- ara fjalla hafa jökulhettu á kolli, svo að eigi er vitað um rétta hæð þeirra. Tími vannst ekki til mælinga á austanverðum jöklinum. A Breiðamerkurjökli var aðeins gerð ein mæling, i h. u. b. 500 m hæð, og virðist jök- ulbotninn þar vera í hæð við sjávarmál eða lítið hærri. Hygg ég, að mikil dæld sé undir framanverðum jöklinum, og mundi verða þar stórt stöðuvatn ef jökullinn hyrfi. Nú þegar hafa komið í ljós 30—40 m djúp lón fast við jökuljaðarinn. Á þessu svæði hafa verið skógar- torfur og mómýrar á landnámsöld. Annars hefði Breiðá vart verið býli við hæfi höfðingja á söguöhl. Enn bera árnar fram viðarlurka og móhnausa undan jöklinum. Fjórða mynd sýnir þverskurð af jöklinum frá Mávabyggðarönd að sunnan, um Norðlinga- lægð og í Ivverkárnes að norðan. Á þessari línu eru mælingar okkar einnig. Yfirborð jökulsins er dregið eftir uppdrætti herforingjaráðsins, 1:250.000, en hann er gerður samkvæmt mæling- um 1903—1904 og flugmyndum, er teknar voru 1936—1938. Hann er ekki mjög nákvæmur, sízt nú orðið, þvi að allmikið hefur leyst af jöklinum. Að norðanverðu ná mælingar ekki alla leið 3

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.