Jökull - 01.12.1951, Page 6
4. ÞversniðgegnumNorÖlingaleegð,fráBreiðamerkurjökli i Kverkárnes (Sbr. 3. mynd.). Yfirborðið er
dregið samkvœmt Uppdrœtti íslands: bl. 9, SA-land, meelt 1903/04, og bl. 8, Miðausturland, rnælt
1932/36. S\—Sn eru mælingastaðir Fransk-islenzkaVatnajökulsleiðangursins 1951. Þar, sem mæl-
ingar hafa heppnazt, er væntanleg hæð jökulstæðisins merkt °. Milli þeirra og til jaðranna er
dregið eftir ágizkun. — A táknar jökuljaðar 1903/04samkvæmt uppdrcettinum, B táknar núverandi
jökuljaðar og Breiðárlón framan við hann.
A cross section of the eastern half of Vatnajökidl. S\—Su are the points of seismic soundings by the
French-Icelandic Vatnajökull Expedition 1951. A is the snout of the glacier according to the map
from 1903/04. B the present one, where a small 30 m deep lagoon is indicated.
fram undir sporð, og er því framhaldið dreg-
ið eftir ágizkun. Kverkárnes er hávaði nokkur,
en vestan þess endar jökullinn í grunnu dal-
verpi við upptök Kreppu. Hæsti þröskuldur
undir jökli í Norðlingalægð virðist vera 830 m.
III.
Við vitum furðu lítið um Vatnajökul. M. a.
leikur mikill vafi á um hæð snælínu og jökul-
marka í meðalárferði. Þ. Thoroddsen telur hæð
snælínu 1000—1100 m í sunnanverðum Oræfa-
jökli, en 800 m eða jafnvel 700 m þar fyrir aust-
an (2, 3). Athuganir hans eru aðallega gerðar ár-
ið 1894. Ahlmann telur hins vegar hjarnmörkin
á sunnanverðum Vatnajökli 1050—1100 m sam-
kvæmt mælingum á árunum 1936—1938 (4).
Uppdráttur herforingjaráðsins af þessum slóðum
er gerður á árunum 1903-1904. Af honum má sjá,
að jökulmörk á fjöllum hafi þá varla verið undir
1000 m. Hins vegar virðast hjarnmörk á skrið-
jöklum hafa verið lægri. Á Fláajökli eru tak-
mörk milli útboginna og innboginna hæðarlína
í aðeins 750 m hæð yfir sjávarmál.
Ofangreindar tölur eru ósamhljóða, og má
vefengja þær á margan hátt. Því hefur verið
haldið fram, að Þ. Thoroddsen hafi sett snæ-
línuna of lágt. En ég hygg, að hún hafi raun-
verulega verið mun lægri 1894 og 1903—1904 en
hún var 1936—1938 og síðan. Til samanburðar
er hendi næst að athuga hitafar þessara tímabila,
og er þá meðallagshiti á Fagurhólsmýri lagður
til grundvallar (5).
£ ‘2 o u a tí so U 2
2 tí rc3
5 <u 13
h s > ö cn > §
1885-1894 3.7 -f- 0.4 800 m O o o o o
1896-1905 3.9 h- 0.2 ? ? -
1928-1937 5.2 + 1.1 1100 + 200 900
Hæð hjarnmarka i sunnanverðum Vatnajökli og
meðallagshiti ársins við ströndina.
The apparent relation between the hight of firn-
line of southern Vatnajökull and the normal
anniial temperature at the nearest coastal
districts.
4