Jökull


Jökull - 01.12.1951, Síða 9

Jökull - 01.12.1951, Síða 9
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Jöklarannsóknir í Tarfala A meginlandi Evrópu eru, sem kunnugt er, aðeins tvö meiri háttar jöklasvæði, Alparnir og skandínavísku liáfjöllin. Jöklar Alpanna eru samanlagt um 3600 km2, en jöklar Skandínavíu um 5000 km2, þar af um 4300 í Noregi en um 700 km2 í Svíþjóð. Til samanburðar má geta þess, að jöklar íslands eru um 11800 km2. Alp- arnir eru hið klassíska land jöklarannsókna, og enn fara Jrar fram víðtækari jöklarannsókn- ir en á nokkru öðru jöklasvæði. A síðustu ára- tugum hafa risið þar upp mjög fullkomnar snjó- og jöklarannsóknastöðvar, búnar nýtízku tækj- um, og rná jtar fremst nefna svissnesku stöðv- arnar Hochalpines Forschungsinsstitut Jung- fraujoch og Eidgenossene Institut fúr Schnee- und Laiuinenforschung Weisfluhjoch. I Skandí- navíu hefur verið unnið hlutfallslega miklu minna að jöklarannsóknum, og ber það m. a. til, að jöklar eru þar fæstir eins aðgengilegir og í Olpunum. T. d. eru tvö aðaljöklasvæði Sví- þjóðar, Sarek- og Kebnekajsesvœðin, fjarri sænsk- urn byggðum. Að undanskildum merkilegum og að rnörgu leyti brautryðjandi rannsóknum Uppsalaprófessorsins Axels Hambergs um síð- ustu aldamót, en hann rannsakaði einkum jökl- ana í Sarek, hefur jöklarannsóknum verið frem- ur lítið sinnt í Svíþjóð fram á síðustu áratugi. En laust fyrir 1930 fór að koma skriður á jökla- rannsóknir Svía og var [tað fyrst og fremst að þakka Hans W:son Ahlmann, sem varð pró- fessor í landafræði við Stokkhólmsháskóla 1929 og hefur síðan haft yfirumsjón með sænsk- um jöklarannsóknum og raunar lrin síðari árin verið í ráðum um skipulagningu jöklarann- sókna víðs vegar um heim. Að tilhlutan Ahlmanns hefur nú verið komið upp jöklarannsóknastöð í Svíjtjóð, hinni fyrstu á Norðurlöndum. Er hún tengd landfræðideild Stokkhólmsháskóla. Stöð þessi stendur i 1150 m hæð í Tarfaladal, sem skerst til norðurs inn í austanverð Kebnekajsefjöll, en þau eru hæsti fjallaklasi Svíþjóðar og liggja nærri 68. breiddar- gráðu og skammt frá landamærum Noregs. Að stöðinni var valinn staður á Kebnekajse- svæðinu var m. a. vegna þess, að það er einna aðgengilegast af hinum stærri jöklasvæðum Sví- þjóðar. Raunar eru um 100 km til næsta sænska bæjar, námubæjarins Kiruna (Kebnekajse telst til bæjarlands Kiruna, sem vera mun stærsta bæjarland I heimi að flatarmáli.), en leiðin frá Iviruna er fremur greiðfær, eftir dal með löng- um vötnum, sem fær eru bátum á sumrum en sleðafær á vetrum. Við þessi vötn búa Lappar, og því eru tök á að fá Lappa og hreina til vetr- arflutninga. Við rætur Kebnekajsefjalla að sunn- an stendur einn af skíðaskálum sænska ferða- mannafélagsins, í 700 m hæð. Þaðan er ekki nema tveggja tíma gangur upp i Tarfalastöðina. I Kebnekajsefjöllum eru um 50 jöklar, og ganga fjórir þeirra niður í Tarfaladal. Sá stærsti þeirra, Storglacidren (3.3 km2), er næststærsti jökull Kebnekajsesvæðisins, og skammt frá Tarfala er sá stærsti, Rabots glaciar (4.4 km2), kenndur við franskan jöklafræðing, Charles Ra- bot, er fyrstur kleif hátind Ivebnekajse, 1883. Skipulagðar jöklarannsóknir hófust í Ivebne- kajse sumarið 1945, og stóð fyrir þeim, auk Ahlmanns, Valter Schytt, ungur nemandi hans, sem hingað kom sumarið 1948 og nú stjórnar jöklarannsóknum Norselleiðangursins á Suður- skautslandinu, en rannsóknirnar í Tarfala voru hafnar m. a. í jtví skyni að æfa jöklafræðinga fyrir Norselleiðangurinn. Síðan Schytt hélt Jökulhúsið i Tarfala í smiðum. Ljósm.: E. Woxnerud. 7

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.