Jökull - 01.12.1951, Qupperneq 10
suður á bóginn, hefur félagi hans, Erik Woxne-
rud, staðið fyrir rannsóknunum í Tarfala.
Fyrstu árin var búið í lappagamma innst í
dalnum, en sumarið 1947 var komið upp tveim-
ur litlum timburkofum nokkru neðar í dalnum,
og vorið 1950 var búið að koma þarna upp fleka-
húsi, sem er um 50 m2 og er það nú aðalstöðin.
Efninu í þetta hús var komið þarna upp eftir
með ýmsu móti. Það var dregið bæði af hund-
um, hreinum og „wiesels", en matvæli og eldi-
viður til stöðvarinnar hafa aðallega verið flutt
loltleiðina síðustu árin og verið kastað niður í
fallhlífum. Sænski loftherinn hefur séð um þá
flutninga og gert það ókeypis í æfingaskyni.
Jöklarannsóknirnar í Tarfala liafa verið ær-
ið umfangsmiklar, og hafa venjulega 12—5 jökla-
fræðingar verið þar að starfi vor, haust og sum-
ar. Jöklar Tarfaladals hafa verið kortlagðir ná-
kvæmlega, einkum þó Storglaciáren, en snjó-
koma og bráðnun á þeim jökli er mæld sam-
kvæmt aðferðum Ahlmanns, svo að hægt sé að
reikna nákvæmlega hið árlega „húshald" hans.
Sýna þær rannsóknir, að jökullinn fer mjög
minnkandi, heildarlega séð, en þó óx hann
nokkuð árið 1949. Þá hafa og verið gerðar víð-
tækar mælingar á hreyfingu jökulsins, en þær
mælingar hafa kostað mikla nákvæmni og þol-
inmæði, þar eð skrið jökulsins er aðeins fáir
metrar árlega. Hiti snjós, hjarns og íss á ýmsu
dýpi er mældur oft árlega og krystallastærð og
gerð rannsökuð. Þykkt jökulsins liefur verið
mæld með sams konar tækjum og notuð voru
á Vatnajökli síðastliðinn vetur, og reyndist
mesta mæld þykkt 200 m. Einnig er fylgzt með
breytingum annarra jökla á Kebnekajsesvæðinu
og ýmsar jarðfræðilegar rannsóknir gerðar. Þess
má geta, að síðustu árin hefur hæð Kebnekajse
verið mæld af mjög mikilli nákvæmni, en há-
tindurinn er krýndur jökulhettu. Hæð hátinds-
ins hefur lengi verið talin 2123 m eða 4 m
meiri en Oræfajökuls, en við mælingu 1. ágúst
sumarið 1950 reyndist hæðin vera aðeins 2117
m og 1. ágúst í ár 2118 m. Getum við því í bili
státað af því, að Öræfajökull sé hærri, en vera
má, að nákvæm mæling á Öræfajökli myndi
leiða annað í ljós.
Arlega sækja til Tarfala jöklafræðingar er-
lendis frá, til þess að kynna sér rannsóknarað-
ferðir þar. Þar hafa dvalizt, um lengri eða
skemmri tíma, vísindamenn frá Danmörku, Nor-
egi, Englandi, Frakklandi, Bandaríkjunum,
Niðurlag á 14. bls.
Esja i Esjufjöllum séð frá Skálabjörgum.
Ljósm.: Sverrir Scheving.
Esjuf jöll
Þau eru einangraður fjallaklasi í norðan-
verðum Breiðamerkurjökli, um 20 km frá nú-
verandi jökuljaðri. Nyrzt er snævi þakinn, 15
km langur hryggur, er stefnir frá SV til NA.
Suður úr hrygg þessum ganga þrír klettaranar.
Eru þeir brattir mjög og snjólausir á köflum.
Til hægðarauka hafa þeim verið valin sérstök
heiti. Vestast eru Vesturbjörg, um 8 km norð-
austur af Mávabyggðum. Þau enda fremst í
breiðum, þverhníptum klettahaus, en ofan til
verða þau að mjórri egg með einstökum dröng-
um upp úr. Næst fyrir austan koma Skálabjörg.
Þar er skáli Jöklarannsóknafélagsins, syðst í
rananum, á sléttum, smágrýttum hjalla, röska
100 m yfir jökulinn fram undan og um 780 m
y. s. Austur af hjallanum er þó varla yfir 50 m
niður á aurborinn jökul. Fram af skálahjallan-
um hefst 10—15 m hár, aurborinn íshryggur, er
gengur sem dökkleit rönd, óslitin niður að Jök-
ulsárlóni. Norður af skálanum er fyrst móbergs-
kambur allbrattur, og hefur hann verið nefndur
Skálakambur. Bak við kambinn er mýrarslakki
nokkur með miklum gróðri, og rennur þaðan
tær lækur til suðurs. Er þarna talsvert land, sem
hallar i smáhjöllum niður að þröngum jökul-
dal milli Skálabjarga og Vesturbjarga. Norður
af Skálakambi rís svipfagur, 1300 m hár tindur,
sem ber nafnið Steinþórsfell til minningar um
Steinþór Sigurðsson magister. Bak fellsins geng-
ur þunn og skörðótt klettabrík upp í jökul, og
mætast þar eggjar Vestur- og Skálabjarga í jökul-
kúlu nokkurri, er mætti nefna Snæhettu. Steyp-
ist þaðan brattur jökull niður í áðurnefndan
jökuldal.
Austurhliðar Skálabjarga eru þverhníptar og
8