Jökull - 01.12.1951, Qupperneq 13
Tjaldbúðir undir Vesturbjörgum i Esjufjöllum
24. marz 1951.
Ljósm.: Á. Stefánsson.
skerjabræðra upp að jökuljaðri hjá Mávabyggða-
röncl. Um það leyti er þeir voru að ljúka flutn-
ingnum, barst Sigurjóni boð í síma sæluhúss-
ins frá Árna Stefánssyni að korna sem hrað-
ast með varabelti út að Fagurhólsmýri. Kom
hann þangað á laugardagskvöld, og var skrið-
bíllinn sóttur út að Sandfelli daginn eftir.
Eg ætlaði með flugvél til Fagurhólsmýrar
föstudag 16. marz. Vegna óhagstæðs veðurs
frestaðist sú för til sunnudags 18. marz. Kom
ég þann dag að Fagurhólsmýri í sama mund og
þeir félagar komu með skriðbílinn frá Sand-
felli. Eftir stutta viðdvöl héldum við allir að
Kvískerjum og gistum þar.
Næsta morgun, 19. marz, héldum við frá
Kvískerjum og vísuðu Kvískerjabræður okkur
leið með skriðbílana upp að jökli. Þræddum
við upp Breiðá allt að Breiðárlóni og siðan eftir
því austur undir Mávabyggðarönd. Veður var
stillt, en muggulegt, og tók að snjóa með kvöld-
inu Fluttum við þegar mestallt dót okkar um
2 km upp á jökul Var þá komið yfir aðalbratt-
ann LTm kvöldið tjölduðum við við jökuljaðar.
Var þá lognmugga og mikið rafmagn í loftinu.
Jökulsporðurinn var snjólítill og glerháll,
svo að skriðbílarnir áttu örðugt með að draga
hlaðna sleða í bratta. Næsta dag, þrd. 20.
marz, var jafnfallinn lausasnjór á jöklinum og
færið enn þá örðugt. Fluttum við þá nokkuð
af skálaefni 2,5 km upp á jökul og það, sem
eftir var af farangri leiðangursins. I síðustu
ferðinni lentum við í flughálku, svo að ómögu-
legt var að komast lengra með sleðana, og urð-
um við að tjalda þar, um 1,5 km frá jökulsporði.
Veður var hið sama og kvöldið áður, mugga
og hægviðri. Um nóttina snögghvessti á norðan,
og vorum við þarna hriðarfastir þangað til á
föstudag. Tjaldið rifnaði ofan af okkur á
fimmtudagsmorgun, og urðum við að fella það
ofan á svefnpoka okkar og leita hælis í skrið-
bílunum. Á föstudagsmorgun slotaði veðrinu
svo, að við gáturn komizt með sleðana upp að
Mávabyggðarönd um 2,5 km frá jökuljaðri.
Þar var skilið eftir skálaefni, varabelti og 10
brúsar með benzíni og 15 tómir brúsar.
Meðan við vorum að ganga frá þessu,
hvessti skyndilega, svo að ekki reyndist unnt
að koma upp tjaldi. Urðum við því að sitja í
skriðbílunum þá nótt líka. Laugardag 24. marz
var veður allgott og bjart, lítill skafrenningur.
Fféldum við þá með allan farangur okkar til
Esjufjalla og tjölduðum vestan undir Esjufjalla-
rönd, rúma 2 km suður af svonefndum Skdla-
björgum. A þessum stað vorum við um kyrrt
báða páskadagana í góðu veðri. Fyrri daginn
könnuðum við Árni og Sigurjón fjöllin og völd-
um stað fyrir skála Jöklarannsóknafélagsins.
Síðari daginn vorum við að reyna mælinga-
tækin, gerðum margar sprengingar skammt vest-
ur af tjaldstaðnum, en áhöldin voru treg og illa
tilhöfð eftir flutninginn, svo að enginn árang-
ur fékkst af þessum mælingum. Á þriðjudags-
morgun 27. marz var enn gott veður. Mælingar
Arni Stefánssort, Alain Joset, Steþhan Sdnvelian.
Lagt upp á skriðbílum úr Reykjavík ti.l Örœfa,
13. marz 1951. Ljósm.: Pálmi Hannesson.
11