Jökull - 01.12.1951, Side 14
Alain Juset við stýrið á skriðbíl sínurn. Hann
fórst i bánaslysi á Granlandsjökli h. 4. ág. sl.
Ljósm.: Á. Stefánsson.
voru þá enn endurteknar fimm sinnum á svip-
uðum stað og daginn áður. Árangur var sem
áður óviss, en Joset taldi nu áhöldin komin
í svo gott lag, að mælingar gætu hafizt. Tókum
við okkur þá upp kl. 12,30, og ókum 5 km í
beina stefnu á Eyjólfsfjall. Þar var gerð mæl-
ing, en árangur enginn. Skilin eftir stöng nr.
2 með flaggi S2. Þaðan var stefna tekin beint
norður og mælt á 5 km millibili. Sbr. uppdrátt
af Vatnajökli með mælingastöðum á bls. 3.
Frá S2 var stefnt beint norður og ekið 5,4
km að S3. Mæling óviss. Gist þar um nóttina.
Miðvikud. 28. marz. Nokkur renningur. Ok-
um til S4 og mældum, tjölduðum við S5
Fimmtud. 29. Skafhríð. Mælingar reyndar
þrisvar. Árangur óviss eða enginn. Héldum af
stað kl. 16,00. Mældum við S6 og S7 með góðum
árangri. Við S7 var reist 8 m hátt járnmastur
með stögum. Síðan haldið að S9 og gerðar 4
mælingar til að ákveða bylgjuhraða í jöklinum.
Tjaldað undir miðnætti. Veður hagstætt, hæg
S-gola og fjúkslitringur.
Föstud. 30. S-kaldi og renningur. Dimmviðri.
Héldum af stað kl. 16,48. Ekið að S10 og mælt.
Vaxandi lausamjöll og dimmviðri. Urðum að
tjalda milli S10 og S11, vegna þess að klaki
settist í beltin og drifhjólin.
Laugard. 31. Hæg N-átt, mugga og dimm-
viðri. Fórum á lausum bílum um morguninn
norður að Sll og mældum. Héldum síðan til
baka og tókum tjaldbúðir, en gekk illa vegna
lausamjallar. Urðum að senda lausan vísil á
undan til að troða slóð fyrstu 2—3 km. Síðan
fór færðin batnandi. Ákvað að hætta við ferð-
ina austur á Hoffellsjökul vegna þungrar færð-
ar og halda .sem hraðast vestur til Grímsvatna.
Á leiðinni suður mældum við S8, snerum beint
í vestur hjá S7 og tjölduðum við S19A, 5 km
vestur af S7.
Sunnudag 1. april. Hægviðri, sólfar með köfl-
um en þokunróða í kring. Fléldum áfram beint
vestur og gerðum mælingar við S19, S20, S21
og S22. Komum þangað kl. 18,30. Var veður
þá orðið vel bjart, hiti h- 24 C. Mældum i S22,
en fengum ekki árangur. Ókurn að því búnu
5 krn suður frá S22 og mældum í S26. Reyndist
þykkt jökulsins þar 1040 m. Gistum við S22.
Mánud. 2. Um morguninn gott veður, en
þokuruðningur í kring. Héldunr í stefnu á
Svíahnúka og reyndum mælingar í S23, S24
og S25, en árangurslaust. Sigurjón fór með
stöng upp á Svíahnúka og skyldi nota hana síð-
ar við mælingar. Þegar við höfðum lokið mæl-
ingu hjá S25 var komin mikil mugga og dimm-
viðri. Biðum Sigurjóns, en héldum svo til
tjalda. Veður fór versnandi um kvöldið og
gekk í slæman hríðarbyl um nóttina.
Þriðjud. 3 til föstud. 6. april. Linnulaus N-
bylur. Legið um kyrrt í S22 til laugardags.
A Köldukvislarjökli h. 14. april 1951. Eftir átta
dcegra samfellda stórhríð voru tjöldin hálfgrafin
í harðfenni.
Ljósm.: Á. Stefánsson.
12