Jökull - 01.12.1951, Page 15
LaugarcL. 7. april. Hægviðri, sæmilega bjart
veður. Hiti -f- 15 C. Héldum suðvestur að Svía-
hnúkum og síðan norður og vestur á Gríms-
vötn. Sigurjón fór með hæðarmæli upp á Svía-
hnúka. Reyndum mælingar á tveim stöðum
á vötnunum. Fundum pytt með rjúkandi vatns-
sytru norðan undir Grímstindi, en svo vil ég
nefna hæstu öxl Svíahnúka. Vatnið seytlaði
austur á bóginn.
Sunnud. 8. apríl. Þokumugga um nóttina í
S22, létti til um morguninn og gerði fagurt veð-
ur. Okum norður á Dyngjujökul, mældum viS
S28, S29, S30 og S31, sem var nyrzti áætlaður
mælistaður þar. Var þokumóða síðari hluta
dags, en veður ágætt. Um kvöldið var snúið
aftur suðvestur á bóginn (262 gráður misv.)
og mælt í S32. Síðan tjaldað.
Mánud. 9. apríl. Logn, þokumóða, kollheið-
ur. Haldið áfram í sömu stefnu, mælt í S33. I
S34 heppnaðist mæling ekki. Vindur var vax-
andi af NA, og var því hætt við að fara norð-
vestur á Bárðarbungu til mælinga. Reynt var
að mæla við S36, en árangur enginn eða vafa-
samur. Var néi kominn allmikill skafrenning-
ur og þýðingarlaust að reyna mælingar. Ókum
við því fram hjá S37 og S38, en skildum eftir
stengur með flöggum á báðum stöðum. Héld-
um norðvestur á jaðar Köldukvíslarjökuls,
fundum þar tjaldstað Árna Stefánssonar og
Bandaríkjamanna frá nóv. 1950. Voru þar skíði,
benzíndúnkar og nokkuð af matvælum.
Þriðjud. 10. april. NA-strekkingur. Þykkt loft.
Héldum kyrru fyrir. Undir kvöldið þyngdi
vindinn og gekk í stórhríð. Stóð svo þangað
til á föstudagskvöld. Þá lygndi og létti til undir
myrkrið.
Laugard. 14. april. Gott og bjart veður kl.
6 um morguninn, en dimmt í suðri og snælegt.
Grófum upp sleða og tjöld, og var mikið verk,
því að snjórinn var mjög harður eftir stór-
viðrið. Komumst af stað kl 10 Þá var komin
þokumugga Ókum fyrst 8 km í áætlaða stefnu
til S38 en fundum ekki Héldum þá áfram og
leituðum S37, en fundum ekki vegna dimm-
viðris. Urðum að setjast þar að kl. 13,25 og
lágum þar veðurfastir þangað til á
Miðvikudag 18. apríl. Um morguninn var
NA-kaldi, skafrenningur og dimmviðri. Brott-
för undirbúin um morguninn, en síðan beðið
átekta fram um hádegi. Var þá reynd mæling,
en árangur nokkuð óviss. Kl. 16 var haldið af
stað og ekið 12,5 km til S39. Sást rofa til Kerl-
inga og Hamarsins, er þangað kom. Eftir mæl-
ingu við S39 var ekið til S40 og mælt þar í
rökkurbyrjun. Frá S40 héldum við kl. 20,20
og ókum í myrkri og muggu 7,5 km beint í
austur, í áttina að Pálsfjalli. Ekki sáum við
Pálsfjall, þegar við settumst að, en biðum
morgundagsins með óþreyju.
Fnnmtudag 19. april. Um 5-leytið var orð-
ið sæmilega bjart af degi. Veður var stillt og
talsvert skyggni. Pálsfjall var skammt frá okk-
ur og bar aðeins sunnanhallt við Þórðarhyrnu.
Ókum suður fyrir Pálsfjall og tókum svo stefnu
rétt norðan við Þórðarhyrnu. Reyndum mæl-
ingu á háskarðinu við S41. Austan á skarðinu
varð fyrir okkur mikil jökulgjá og brött brekka
niður að Skeiðarárjökli. Komumst þó slysa-
laust niður og gerðum mælingu í S42 kl. 14.
Þaðan héldum við í þoku suður Skeiðarárjökul,
mældum við S43 og tjölduðum við S44. Sást
þá óljóst til Færinestinda, Súlutinda og Eystra-
fjalls.
Föstudag 20. april. Hægviðri, sæmilegt
skyggni um morguninn. Brann tjald Árna.
Héldum 1,3 km vestur á bóginn og mældum
við S45. Reyndist þykkt þar um 360 m. Jökull-
inn var allmjög sprunginn. Frá S45 hallar nið-
ur að Grænalóni. Umliverfis vatnið að austan
er sléttur jökull, en á vatninu eru ísborgir
margar, sem gnæfa yfir jökulinn. Virðist því
vera fullt í vatnsstæðinu, og má búast við,
að það hlaupi í sumar. Hefðum farið að vatn-
inu eða út á það, ef veður hefði ekki versnað
með snjómuggu, er tók fyrir alla útsjón. Héld-
um við svo aftur til S44 og bjuggumst til ferð-
ar norðaustur á hájökul. Mældum við S46 og
S48 og héldum svo áfram til S50. Svartaþoka
var á og snjómugga, svo að við fórum eingöngu
eftir áttavita og vegmæli. Er við hefðum átt
að nálgast S50, fundum við allt í einu mikinn
hliðarhalla (til vinstri) og urðum því að breyta
stefnu til norðurs og aka 80—90 m undan
brekku á h. u. b. 2 km vegalengd. Vorum við
þá komnir á jafnsléttu. Gerðum mælingu og
settumst að nálægt miðnætti. Undirhlíðar Esju-
fjalla ná lengra norður og vestur en sýnt er
á uppdrættinum.
Laugard. 21. april. Hægviðri, en mikil snjó-
koma og dimmviðri. Héldum kyrru fyrir.
Sunnudag 22. apríl. Logn, allgott skyggni,
rofar til sólar. Sér vel til Esjufjalla í suðri, og
virðast norðurhlíðar þeirra meir atlíðandi en
á uppdrætti. Tókum stefnu N 70 E (réttv), ók-
13