Jökull - 01.12.1951, Qupperneq 18
Hal Lister og félagar hans mœla lofthita, raka
og vindhraða í mismunandi hœð yfir jökulis
vestan undir Mávabyggðarönd.
Ljósm.: Sverrir Scheving.
hverju ári síðan 1948. Leiðtogi þeirra í sumar
var Bob Young, landfræðingur að sérmenntun.
Einn af þessum leiðangursmönnum, Hal
Lister, lagði stund á mælingar á leysingu jökuls-
ins við mismunandi veðurskilyrði. /. Ey.
★
Þrándarjökull. í lok júlí 1947 gekk ég yfir
Þrándarjökul. Gekk ég á Sunnutind upp úr
Geithellnadal og síðan inn yfir miðjan jökul-
inn. Af jökulgörðum mátti greinilega sjá, hvað
jökulröndin hafði dregizt til baka í seinni tíð,
eða frá því að jöklar tóku að rýrna fyrir um
hálfri öld. Á flugmyndum sjást þessir garðar
einnig, og eftir myndunum hef ég áætlað meðal-
hörfun jökulrandar um 450 m. Flatarmál jök-
ulsins hefur þá minnkað úr 36 km2 í 27 km2
lauslega reiknað eða um 25%. Jökull þessi, sem
nær aðeins lítið eitt upp fyrir snælínu, er sýni-
lega mjög viðkvæmur fyrir breytingu á árferði.
Trausti Einarsson.
★
Jöklamcelingar 1950 og 1951.
Riti þessu er ætlað að flytja greinar um
jöklarannsóknir hér á landi og erlendis, eftir
því sem við verður komið. Á því vel við að
birta hér árlegar skýrslur um breytingar is-
lenzkra jökla, en mælingar á þeim eru gerðar
allvíða á hausti hverju.
Hér fara á eftir breytingar nokkurra skrið-
jökla frá hausti til hausts 1949/50 og 1950/51,
að svo miklu leyti sem mér hafa borizt mælinga-
skýrslur, þegar þetta er ritað. Breytingin er tal-
in í metrum,, og þýðir styttingu, en -f, að
jökull hafi gengið fram.
Drangajökull 1949/50 1950/51
Kaldalónsjökull -t- 37 + 15
Leirufjarðarjökull -í- 8 + 4
Reykjarfjarðarj. 1948/51 -t- 152
Sncefellsjökull
Hyrningsjökull 4- 30 + 35
Jökulháls 4- 20 + 30
Blágilsjökull + 0 + 10
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull, vestan . . + 5 + 15
Sólheimajökull, austan . . + io + 10
Jökulhöfuð + 15 + 5
Vatnajökull
Skeiðarárjökull, austan til 4- 8 + 17
Morsárjökull 4- 22 + 10
Skaftafellsjökull 4- 50 + 28
Svínafellsj., norðan til . . + 2 + 18
Svínafellsj., sunnan til . . 4- 6 + 13
Virkisjökull + 5 + 6
Kvíárjökull + 45 + 7
Hrútárjökull + 41 + 7
Fjallsjökull + 3 + 10
Breiðamerkurj., vestan ár + 44 + 42
Breiðamerkurj., austan ár + 23 ?
Hofsjökull
Múlajökull + 12 + 25
Nauthagajökull + 7 + 19
Kerlingarfjöll
Loðmundarjök. 1945/51 + 36
Hrútafell
Miðjökull .... 1948/51 + 30 (3 ára b.)
NV-jökull .... + 70
Langjökull
Þjófadalir .... 1946/51 + 125 (5 ára b.)
Víða er mælt á 2—5 stöðum við sama skrið-
jökul, og er þá birt meðaltal þeirra mælinga.
Nokkrir jöklar hafa gengið dálítið fram á þess-
urn árum, en flestir hafa stytzt.
★
Fjármál.
Félagið sneri sér til fjárveitinganefndar al-
þingis með beiðni um 25 þús. króna fjárveit-
ingu til kaupa á skriðbíl. Hefur nefndin
brugðist vel við þessu, og verður féð veitt með
því skilyrði, að vegamálastjórnin hafi bílinn til
reynslu á fjallvegum, þegar félagið þarf ekki
að nota hann. Mun þannig fást reynsla af far-
artækjum þessum til almennra nota. J. Ey.
16