Jökull


Jökull - 01.12.1963, Síða 30

Jökull - 01.12.1963, Síða 30
dregur úr skyggni við jörðu. Sést oft glitra á kristalfleti í sólskini. I ísaþoku sjást oft lýsandi súlur og litlir litbaugar. ice jam ishrönn: ísruðningur í árfarvegum eða sjáv- arís, sem haugast saman í þrengslum. iceport íslcegi (íshöfn): vík eða sýling í ísbrún, þar sem skip geta lagt að og fermt eða losað á isþiljuna. ice prisms ima: stakar ísnálar, plötur eða súlur, svo smáar að þær virðast hanga í loftinu. Stund- um ímir úr skýjum, stundum úr heiðríkju. (Það ímir ekki á svartan sauð). Ljósfyrir- bæri svipuð og í ísaþoku. ice streams jökulrastir: spildur á meginjöklum, sem hreyfast stundum í aðra stefnu en jöktill- inn báðum megin. Sjást stundum greini- lega á yfirborði, en oft óljóst. iceicle grýlukerti: hangandi fleinar úr glærum ís, myndast af drjúpandi vatni í frosti. icing ising (klökun): ísmyndanir, er hlaðast á ber- skjaldaða hluti svo sem flugvélar, skip, loft- net, símaþræði o. s. frv. Klakinn getur ým- ist verið glær eða þelgrár. Ising getur mynd- azt beint úr loftraka eins og héla, en veldur þá varla óþægindum nema flugvélum. I <iðru lagi myndast ísing af frostköldu regni líkt og glerungur eða af særoki (á skipum). ice pyramid (dirt cone) clrýli, sandstrýtur: strýtumyndaðir íshólar eða þúfur á jöklurn, þaktir sandi og leir að utan, en ísglærir hið innra. island ice jökuley: lítið eyland alþakið jökli. moraine jökulalda, jökulgarður, jökulurð: hryggir og hávaðar úr grjóti eða jarðvegi, sem skriðjöklar ýta eða aka saman. Helztu af- brigði eru: a) botnurðir, sem myndast und- ir jöklum; b) jaðaröldur, er myndast með- fram jökuljöðrum c) randir, sem spinnast niður eftir skriðjöklum (miðurðir, urðarran- ar); d) þveröldur, er liggja framan við jökul- sporða (framöldur). Garðar þessir eru jafnan fylgifiskar skriðjökla og bera vitni um stærð þeirra og lögun, þótt Jieir séu löngu horfn- ir. new snow mjöll (nýsnœvi): nýlega fallinn snjór, sem í má greina upphaflega gerð kristallanna. nunatak jökulsker: klappir og fell, sem stinga kolli upp úr jöklum og eru umkringdir jökli á alla vegu. old snow harðfenni: .njóalög, sem eru að ummynd- ast í hjarn og fallin eru fyrir svo löngu, að upphafleg gerð kristalla verður ekki greind. permafrost freðjörð (sifreði): jarðvegur eða berglög, sem hafa verið kaldari en 0°C um áraraðir, jafnvel árþúsundir. piedmont glacier rótarjökull: hvelfdar jökultungur, sem skríða fram um þröng skörð eða dalklofa og breiðast út á sléttlendi við fjallsrætur. powder snow mulla: þurr og mjög laus snjór úr nýlegum ískristöllum (sbr. mjöll, nýsnævi). randkluft = bergshrund jaðarsprunga (jökulgap). rime hrim: ísmyndun úr ískornum með lofthol- um á milli, oft skreytt kristalgreinum. Myndast úr örsmáum, frostköldum regn- dropum, er lrjósa snögglega og aukast móti vindi. ripple marks þeygráð: smágárur á snjó, helzt sumarsnjó, sem sól og vindar valda. roches moutonnées hvalbök: ávalar, jökulsorfnar klappir. shore ice fjörumóður: isbunkar, sem myndast undir sjávarbökkum á vetrum. Myndast oft af fannfergi og ágjöf eða særoki, stundum líka af ískurli, sem berst á landið með brimvelt- unni. (Sbr. sullgarður). skavler, sing. skavl = sastrugi skaflar (rifskaflar): hvassbrýndir, óregluleg- ir hryggir, sem myndast í snjókomu og hvassviðri (silar) eða sem rofbörð í gömlum snjó (rifskaflar). seracs ísdrangar: hvassir kambar, milli jökul- sprungna, skörðóttir og klofnir. snout jökulsporður. 26 JOKULL 1963

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.