Jökull


Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 33

Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 33
vatn. Sést oft yfir nýmynduðum sundum og vökum eða hlémegin við ísjaðra. glacier jökull: snjó- og klakabreiða, sem skríður sí- fellt undan brekkunni og breiðist út, ef hún kemst á flot. Helztu gerðir jökla eru: meginlandsjöklar (miðjöklar), isþiljur, jök- ulhettur, rótarjöklar, skálarjöklar og ýmsar gerðir fjalljökla. glacier tongue jökultunga: skriðjökull, sem gengur út á sjó, oftast á floti. growler veltijaki (boljaki): jaki, sem veltist í sjólok- unum, oftast úr hörðum ís og kollóttur. Minni en stórjakar. I öldugangi lieyrist gnauðandi sjávarsog frá jökum þessum. hummocked ice ishrannir, skrýfingar: hafís, sem hefur haug- azt upp í garða og hóla. Gamlir garðar veðrast og verða oft kynlegir ásýndum. hummocking hrönnun, skrýfing: Svo nefnist það, er slétt- ur is brotnar af þrýstingi og hrannast upp í garða eða hauga. Þegar jakar snúast jafn- framt um sjálfa sig og ísinn skrúfast upp í hauga, kallast fyrirbærið skrýfing. iceberg borgaris (fjalljaki): gríðarmiklir jakar eða spildur, sem brotnað hafa úr jiikulsporðum eða ísþiljum á floti. Gnæfa oft hátt upp úr sjó (og aldrei minna en 5 metra). ice blink isblili: ljósgul slikja á skýjum, er stafar af endurspeglun frá ísreki. eða isbreiðu, þótt sjálfur ísinn sjáist ekki. icebound ísgirt: höfn eða skipalægi er talið ísgirt, þegar eigi verður siglt þangað skipum vegna isreks eða lagnaðarisa nema með aðstoð ís- brjóta. ice cake ísflaga: lítill jaki, innan við 10 m i þvermál. ice ciuster isdrómi: samanbarið ísrek, sem nær yfir mörg liundruð km2 og fyrirfinnst á sömu slóðum sumar hvert. ice cover ishula: Greinir hversu margir áttundu hlut- ar sævar eru huldir ísi. 8/g þýðir því haf- þök, þar sem hvergi sést í auðan sjó að heitið geti. JÖKULL 1964 ice edge isjaðar, isrönd: endimörk ísbreiðu eða ís- reks gegn opnu hafi. Þegar vindur og öldu- gangur eða straumur leggst á ísjaðarinn, verður hann saman barinn og snjallur, en stundum er kurl og gisið ísrek meðfram aðaljaðrinum, og kallast hann þá grisjaður. ice foot strandskör, fjörumóður: mjó ísbrydding með landi fram, sem hreyfist ekki af sjávar- föllum og helzt, eftir að fastís hefur losnað frá landi. ice front skör, isþil: lóðrétt brún isþilju, er veit til hafs. Hæðin getur verið frá 2 metrum (skör) upp í 50 m (ísþil). ice isiand iseyja: geysistórir, flatir borgarísjakar á Norður-íshafi, 30—50 m þykkir og allt að 500 km2 að flatarmáli. Iseyjar eru alsettar reglubundnum, ávölum gárum og því auð- kennilegar úr lofti. Þær eru flestar ættaðar frá ísþiljum (jökulþiljum) við norðurströnd Ellesmere-eyjar eða Norður-Grænland. ice Iimit ístakmörk: venjuleg lega isjaðars í mánuði hverjum eða öðru tilteknu tímabili sam- kvæmt meðaltali margra ára. ice piedmont stratidjökull (rótarjökull): ísalög á láglend- isræmu á sjávarströnd undir fjallahlíðum. Yfirborði strandjökla hallar hægt til sjávar. Geta verið allt frá 50 metrum upp í 50 kílómetra á breiddina og girða ströndina á löngum köflum þverhníptum jökulhömr- um. Oft ganga þeir á sæinn út sem isþiljur. ice rind hem: þunnur, en seigur og gljáandi lagn- aðarís, er myndast tir krapi á kyrru vatni. Jrykktin innan við 5 cm. ice rise isbunga: ísfláki, sem hvílir á föstu undir- lagi, umluktur ísþilju á alla vegu eða að nokkru leyti og auðum sjó eða landi á hinn bóginn. Isbungur eru oft hvelfdar eða ával- ar að ofan. Hinar stærstu eru um 100 km í þvermál. ice sheet ísbreiða, jökulbreiða: samfelldar, alljrykkar og víðlendar þekjur af ís og hjarni, ýmist á föstu undirlagi (meginjöklar) eða á floti (isþiljur). Jökulbreiður, sem eru innan við 91

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.