Jökull


Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 50

Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 50
Sankti Brendan var hetja að fornum sið — af konungsættum. Að beztu fyrirmvndum snöri hann baki við heiminum til að gerast munkur, en lét til leiðast fyrir þrábeiðni manna að ger- ast ábóti. Skáldið lýsir þessu í fám línum, áður hann hefji söguna: Nálægt lokum ævi sinnar baðst Brendan þess, að sér yrði sýnt í tvo heima, himin og Hel. Þessa orsök fararinnar hefur Benedeit sjálfur diktað. Brendan leitaði ráða hjá Barintz, sem hafði lent á eyju nálægt Paradís á sinni sjóferð. Þetta mun vera í fyrsta sinn í frönskum bókmenntum, er menn leita ráða hjá munki, sem gefur góð ráð, en munk- urinn verður að húsgangi í bókmenntunum. Auk þess virðist Barintz vera uppfundinn af Benedeit. Er Brendan kom úr jressari ráðagerð, byggði hann sér skip og skipaði það fjórtán félögum. A siðasta augnabliki varð hann nauð- viljugur að bæta þrem í hópinri. Þessir þrír minna á þrjá hrappa lygisagna, enda hrepptu þeir allir illan enda. Lýsingin á sjóferðinni er full af undrum — auðug borg, frámunalega skrautleg; páskaveizla á baki sofandi hvals, en sá hvalur er ekki einsdæmi í bókmennum tím- ans, því hans er getið í kvæði eftir samtíma- mann Benedeits, Philippe de Taon, auk þess sem hvalurinn hittist í Þúsund og einni nótt. (Þessi hvalur heitir aspedo í íslenzkum Physio- logus, en Cete grandi í miðensku Bestiary.j.Þarna er líka fuglaparadís með kór fallinna engla, sem Chrestien af Troyes notaði í Yvain. Þarna er töfrabrunnur áfengur, sem verður margra barna faðir í bókmenntum; þarna eru bardagar sæskrímsla, finngálkn og drekar, smiðja Helvítis mjög áþekk hreinsunareldi Patreks helga, eld- fjallið' Hekla, þar sem Júdas var í haldi, ákaf- lega vinsælt efni í frönskum bókmenntum, og loks Paradís sjálf. Þar gefur skáldið sér lausan taum og bætir talsverðu við lýsinguna. Nokkuð hefur hann frá Genesis (Fyrstu Mósebók), nokk- uð frá Exodus (Annarri Mósebók), nokkuð frá Apocalypsis (Opinberunarbókinni), en næstum jafnmikið frá Claudian (um 400). Það er merki- legt að sjá, hvernig tvær lindir Claudians, sem bera blandað eitur og hunang, snúast í tvær ár, er fljóta í mjólk og hunangi, og hvernig Æska (Juventus) snýst í engil sem leiðsögu- mann. Lukti garðurinn er fluttur upp á fjall. Að svo komnu er ekki annað fyrir skáldið að gera en að segja stuttlega frá endurkomu hins heilaga manns og dauða. Ivvæðið endar jafn- fyrirvaralaust og það hefst; enginn eftirmáli. Benedeit breytti sögu sinni á tvennan hátt. Hann gerði hana uppbyggilegri með því að gera förina trúarsönnun (test of faith); hann skreytti hana liér og þar og sýndi þar með, að hann var hrifinn orðinn af rómantísku stefn- unni og hirðtízkunni. Rit Benedeits varð þegar mjög vinsælt. Skömrnu eftir dauða drottningarinnar, 1121, tileinkaði hann það eftirmanni hennar á drottn- ingarstóli, Adelizu frá Louvain. Ef trúa má vitnisburði Renards — Reinecke Fuchs'— Skaufhalabálks — þá hafði Skaufhali á skemmtiskrá sinni góð bretónsk og brezk kvæði, Mestinasspá, Neptún, Arthur konung, Tristran, Chievrefeuelle (geitarlauf), ísold og Sankti Brendan, — allt til söngs. Líklega hefur Brendan verið sunginn undir lagi, er átti við latneska hymnann, er fylgdi hátíð hans. Einn slíkur er frá Ivrea á Irlandi og hefst: Iam Brendani sanctos mores Canent fratres et sorores. Snúið úr Anglo-Norman Literatur and its Background. By M. Dominica Legge. Oxford. Clarendon Press 1963, með leyfi höfundar. Um Brendan má nú vísa Islendingum á ágæta grein, „Brendan kom til Islands (548)“ eftir Árna Óla í Grúski (1964). Á Háskólabókasafni er til Navigatio St. Brendani abbatis, by Carl Celmer. University of Notre Dame Press, 1959. I made the discovery that Hekla’s first erup- tion of 1104 was first mentioned in European Literatur in the Anglo-norman poem Voyage of St. Brendan by Benedeit, a Benedictine monk at the Court of Maud, queen of Henry I, during the years 1106—1121. I made this dis- covery tuhile reading and reviewing for Revue Belge the book Anglo-Norman Literature and its Background by M. Dominica Legge (Oxford 1963), whose chapter on Benedeit and Brendan I have here roughly translated for Icelandic readers, while English readers are referred to the book. The discovery is dedicated to my old friend Jón Eythórsson on his seventieth birthday, January 21, 1965. 108 JÖKULL 1964

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.