Jökull


Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 48

Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 48
1. mynd. Vestasta merki Fljótsdæla, sett 4. janúar 1964, þá 500 m frá jökul- jaðri. Þ. 21. júlí sama ár var fjarlægðin 224 m. A marker put up Jan. 4, 1964, at 500 m distance frotn the glacer margin. On July 21, 1964, the distance was only 224 m. Photo: S. Thorarinsson. Þriðjud. 21. júli. Ekið ölíum þremur bílum upp að jökulgarði. Þar varð M. Hallgrímsson eftir ásamt aðstoðarmönnum sínum, en hinir fóru að leita vaðs á Sauðá. — Mælt var frá vörðu I og vestur að Kverká stefna og hæð jökulgarðsins frá 1890. Víðast eru þetta lágir hólar, flestir úr stórgrýti og öðrum ruðningi, en sumir eru úr brúnleitri móbergsmylsnu. Garðinum hallar vestast bratt niður að Kverk- áreyrum. — Eftir að jökullinn hljóp 1890, hefur áin borið saman miklar malareyrar, og ná þær nokkuð upp á jökulruðninginn austan eyranna. Síðan hefur Kverká grafið sig niður í þær og liggur nú í 8 metra djúpum farvegi í einum streng, straumhiirð og vatnsmikil (Svipuð Kiildu- kvisl, gizkuðum við á.). Þegar jökull hljóp 1890, hefur verið talsvert gróðurlendi meðfram ánni (í Kverkárnesi?). Hefur jökullinn ekið nokkru af því í stóran „hrauk“ (jökulýtu) á miðjum eyrum. Hann er um 100 m frá NA—SV og 50 m á hinn veginn. Þar er mikill gróður og tals- vert fjölgresi. Gróðurlausar jarðvegstorfur voru á víð og dreif um eyrarnar. Aætluð fjarlægð frá hrauknum að jökulsporði 1000—1200 m. Að lokinni mælingu gengum við norður á 764-metra bunguna til að litast um og sáum þá bílana austur undir Sauðárhraukum. Var þá og sendur bill þaðan til að sækja okkur. Sauðá reyndist ófær bilum vegna sandbleytu, og var farið yfir hana á gúmbát. Þar fannst innsta merkið í vestustu merkjaröð Fljótsdæla. Þeir áttu ekki vatns von þar, sem Sauðá er nú, og héldu sig því komna að Kverká. Fjarlægð merkis frá jökli mældist nú 224 m, en var 500 m þ. 4. jan. Hefur jökullinn því skriðið fram 276 metra eftir þann tíma, áður en hann stöðvaðist. Gúmbáturinn var borinn frá Sauðá austur undir Kringilsá, en þegar til kom, var hún svo straumhörð og vatnsmikil, að ekki þótti viðlit að leggja í hana á gúmbáti. Var því að svo búnu ekið heimleiðis, i Fagradal. — Við Sauðá liittum við dr. Todtmann hina þýzku. Hafði liún dvalizt þar í 12 daga, en lítið komizt vegna aurbleytu og vatnsfalla. Henni voru það mikil vonbrigði, að jökullinn hafði ekki myndað nein- ar jökulýtur að þessu sinni. Aurarnir voru víð- ast sléttir upp að jökuljaðri, eins og jökullinn hefði beinlínis oltið yfir allar ójöfnur á leið sinni, án þess að plægja þær upp og ýta á und- an sér. Miðvihud. 22. júlí. Ókum um morguninn á R 1069 upp að jökulgarði, M. Hallgrímsson til mælinga, en Þórður, Gunnar og Magnús Jóhannsson héldu vestur að Kverká til þess að athuga hugsanlega ferð í Hvannalindir. Lokið var að mæla jökulgarðinn austur að Sauðá. Þar austast er hann allhár og stórgrýttur hryggur. Frá austurenda hans við vestustu Sauð- árlænu áætluð fjarlægð upp að jökli um 3000 m. Þar á aurunum eru margir bunkar, sem ís mun vera í, en enga örugga röð eða reglu gat ég séð í þeim. 106 JÖKULL 1964

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.