Jökull


Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 49

Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 49
Frá austustu öldu við Sauðá liggja háir hrauk- ar í beina stefnu austur, svo langt sem séð varð, og síðan liggja þeir austur yfir Kverkár- nes, sem kunnugt er. Er við höfðum nýlokið mælingum, kom R 1069 og flutti okkur í Fagradal. Sýndist þeim félögum Kreppa ekki fær bílum. Um kvöldið fréttum við í talstöð, að Guðm. Sigvaldason, Eyþór Einarson o. fl. væru tepptir við skyndibrúna á Jökulsá á Fjöllum. Lá áin á bitum og hafði skekkt gólfið nokkuð. Um nótt- ina fjaraði, og þeir félagar komust heilu og höldnu yfir. Fimmtud. 23. júli. Ekið úr Fagradal sem leið liggur að Brú á Jökuldal. Mikið myndar- heimili. Sigvarður Ffalldórsson, sem fór í merkjaferðina 4. janúar, kannaðist við, að þeir hefðu haldið, að næsta á vestan Kringilsár væri Kverká, því að Sauðá könnuðust þeir ekki við. Hún hafði verið þorrin í 30 ár. Nú var ferð heitið upp að Snæfelli. Slóst Páll bóndi Gíslason á Aðalbóli í för með okkur góðu heilli. Bratt er upp úr Hrafnkelsdal og sóttist leiðin seint. En í tjaldstað komum við norðan undir Snæfelli kl. 23.30 og dvöldumst þar næstu tvo daga. Fyrri daginn gekk á með skúrum, en bjart og gott veður á milli. Þá var gengið á Snæfell, en fæstir fóru alla leið vegna hríðaréls á tindinum. Þeir, sem fóru alla leið, sáu lítt frá sér. Daginn eftir skoðaði S. Þórarins- son forna jökulöldu við Hálsajökul (Sbr. rit- gerð hans hér að framan.), en M. Hallgrímsson mældi langskurð á skriðjökli, sem allur er þak- inn líparíturð norðvestan í fjallinu. Sunnud. 26. júlí var ekið til bvggða um Flrafnkelsdal og tjaldað á Eiðum um kvöldið. Næsta dag skruppum við til Borgarf jarðar eystra, en fengum rigningu og lélega fjallasýn. Héldum áfram um kvöldið í Vesturdal hjá Hljóðaklettum. Þriðjud. 28. júli. Fórum að Dettifossi og skoð- uðum Hólmatungur og Hljóðakletta í heimleið, en ókum næsta dag fyrir Tjörnes til Akureyrar. Fimmtud. 30. júlí var ekið frá Akureyri suður á Hveravelli og gist þar. Daginn eftir var ekið af Geirsöldu austur undir Blöndujökul. Er sú leið fær í þurrviðri, en snemmsumars er hætt við klakahlaupi sums staðar á melunum. Að því búnu var haldið beint til Reykjavíkur eftir mjög lærdómsríka og ánægjulega ferð. JÖKULL 1964 DR. STEFÁN EINARSSON: Af Heklu í heimsbókmennt- unum um 1121 With Summary Heklu er fyrst getið í kvæði um Siglingu Sankti Brendans eftir Benedeit, anglonor- mannskan höfund, sem orti kvæði sitt fyrir Matthildi eða Maud (upphaflega Edith Mal- colmsdótur Canmore af Skotlandi), sem var drottning Henriks fyrsta 1100—1121. Móðir hennar, Margrét helga, var lærð kona, og var sagt, að þær mæðgurnar gætu deilt við klerka á latínu, enda virðist Benedeit fyrst hafa skrif- að Siglingu Brendans helga á latínu, en síðan þýtt kvæðið að beiðni drottningar á Anglo- normönnsku, sennilega til að þóknast hirðmeyj- um og þernum hennar. Eftir að hafa átt Jorjú börn, settist drottningin að í Westminster og dró þar að sér skáld, fræðimenn og músikanta, einkum ef þeir voru erlendir, til mikillar öf- undar fyrir heimamenn. Lítið er vitað um Benedeit sjálfan, þó kann hann að hafa verið benediktinskur munkur, helzt af normönnskum ættum; kann liann að vera fæddur utan Englands, en mál hans bendir til þess, að hann hafi verið þar um nokkurn tíma. Höfundur nefnir eigi aðeins sjálfan sig, heldur einnig lafði þá, sem kvæðið er ort fyrir og áður getur. Handrit kalla kvæðið Ævi heilags Brendans, en það er ekki rétt, heldur ætti titillinn að vera Navigatio Sancti Brendani, Sigling Sankti Brendans. Ivvæðið er ekki samfelld saga, heldur þættir, sennilega úr írskri Imram (sjóferð). Héldu menn áður, að þetta hefði verið Imram Maelduins, en nú ætla menn að jafnvel liún sé dregin af sögu heilags Brendans. Heilagur Brendan var uppi á írlandi á árunum 484—578 og lenti þá í hafsiglingum, þó kannske ekki lengra en til Skotlands. (Vilhjálmur Stefánsson hyggur, að hann hafi á sínum dögum hrakið til Grænlands, Islands og Jan Mayen). Sagan er og verður áhrifamikil og hún hefur livergi verið betur sögð en af Benedeit. Hún hefur allt, sem menn gætu óskað sér, nema ást. 107

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.