Jökull


Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 17

Jökull - 01.12.1964, Blaðsíða 17
sig jökulýtur (sbr. 1. mynd), sem sums staðar, einkum á Kringilsárrana, mynda háa hryggi, svo gróðursœla, sem tún vœri. (3. og 4. mynd). Þessar grasi grónu jökulýtur nefnast Hraukar. Viðast eru þessir hraukar frá hlaupi Bruar- jökuls 1890, en finna má eldri hrauka, frá hlaupi jökulsins 1810. Einn slikur er Útigöngu- haus við Jökulkvisl (sbr. 1. mynd). Virðist Brú- arjökull heildarlega séð hafa náð nokkuð svip- aðri útbreiðslu í báðum þessum hlaupum. Haustið 1962 dvaldist ég nokkra daga á Kringilsárrana i fylgd með þrófessorunum Kristni Stefánssyni og Snorra Hallgrimssyni, sem voru þar að athuga sjúkleika í hreindýrum. Þá gróf ég gryfju rétt framan við Hrauka (3.-6. mynd). Þar var að finna meðal öskulaga Oreefajökuls- ösku frá 1362, Hekluöshuna Hs, sem er 2800 ára, og Hi, sem er 4000 ára. Þetta jarðvegs- snið og önnur, sem mœld voru vestan Kringils- ár og Sauðár, sanna, að aldrei. siðan isaldar- jökla leysti hefur Brúarjökull náð jafnmikilli útbreiðslu og eftir hlauþin 1810 og 1890. í júli 1964 tók ég þátt í leiðangri Jöklarann- sóknafélagsins til Brúarjökuls og Snæfells. Þá gafst mér takifœri til að athuga öskulög á Snœ- fellssvœðinu. Austan i Sncefelli er skálarjökull, brattur, sem hér er nefndur Hálsajökull (7. og 8. mynd). Framan við hann eru þveröldur, lítt grónar, og framan i þeim svartur klettur, sem hrunið hefur úr Snœfelli. Um 150 m neðar er þverálda, eldri miklu, Samanburður á sniði, sem grafið var gegnum jarðvegslög hennar (Cf 18a á 5. mynd), og öðrum sniðum á Snœfells- svœðinu (Cf 17 og Cf 18b) sannar, að þveralda þessi er meir en helmingi eldri en Orcefajökuls- askan frá 1362, en að öllum Ukindum miklu yngri en svo, að hún geti verið frá ísaldarlok- um. Er liklegast, að þveraldan hafi myndazt á kuldaskeiði því, sem hófst um 600 f. Kr. og sjá má merki um í flestum mómýrum landsins. A þessu kuldaskeiði virðast einnig nokkrir af skriðjöklum Örcefajökuls, svo sem Kviárjökull og Svinafellsjökull, hafa náð mestri útbreiðslu. sinni siðan i isaldarlok, en breiðjöklar þeir, er ganga suður úr Vatnajökli, svo sem. Breiðamerk- urjökull og Skeiðárjökull, hafa, eins og Brúar- jökull, náð mestri útbreiðslu siðustu aldirnar. Eðlilegust skýring á þessu er sú, að á póst- glasíala hlýviðrisskeiðinu hafi þessir flötu jökl- ar rýrnað hlutfallslega miklu meir en bröttu. jöklarnir á Sjicefelli og örcefajökli og að kulcla- skeiðið i byrjun járnaldar hafi ekki verið nógu langt til þess að þeir þá nceðu sinni mestu út- breiðslu, en hins vegar ?icegilega langt lil þess að bröttu jöklarnir nceðu henni. Hefur þvi ein- hver hluti þessa kuldaskeiðs shapað jöklum betri vaxtarskilyrði (verið kaldari eða rakari cða hvort tveggja) heldur en kuldaskeið síðustu alda, en aftur hefur tekið að hlýna áður en stóru, flötu jöklarnir höfðu náð mestu út- breiðslu sinni. JOKULL 1964 75

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.