Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 14.–17. nóvember 20142 Fréttir
Sendi út villandi
fréttatilkynningu
D
anski lagaprófessorinn Erik
Werlauff, sem unnið hefur
lögfræðilegt mat á dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í
Al Thani-málinu yfir þeim
Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi
Ólafssyni, var gagnrýndur harkalega
í Danmörku haustið 2008 fyrir að
selja hlutabréf sem hann átti í danska
bankanum Bonusbanken fyrir millj-
ónir danskra króna í aðdraganda
gjaldþrots hans.
Morgunblaðið greindi um helgina
frá lögfræðimatinu en samkvæmt
Werlauff hefðu dómstólar í Dan-
mörku ekki dæmt fyrir umboðssvik
eða markaðsmisnotkun í málinu þar
sem sannanir um ásetning til slíkra
brota hefðu ekki þótt nægjanlega
góðar. Werlauff vann matið fyrir lög-
menn þeirra Hreiðars Más og Ólafs
og var því í vinnu fyrir þá þegar hann
vann verkið.
Mál Werlauffs vakti athygli í Dan-
mörku um svipað leyti og verið var
að ganga frá Al Thani-viðskiptun-
um á Íslandi, í lok september 2008 –
í miðri alþjóðlegu fjármálakrísunni
og bankahruninu á Íslandi. Werlauff
var stjórnarformaður Bónusbankans
en faðir hans, Erik Werlauff, var stofn-
andi hans. Bónusbankinn var yfir-
tekinn af danska bankanum Vestjysk
bank í septemberlok 2008. Þá hafði
Werlauff selt mest af hlutabréfum sín-
um í bankanum en hann gerði það að
mestu nokkrum mánuðum áður.
Seldi fyrir 17 en keypti fyrir eina
Werlauff er sérfræðingur í viðskipta-
lögfræði og hefur meðal annars
tjáð sig um skyldur stjórnarmanna í
fyrir tækjum samkvæmt dagblaðinu
Nordjyske. Í aðdraganda falls Bónus-
bankans seldi hann hlutabréf í bank-
anum fyrir um 17 milljónir danskra
króna, ríflega 350 milljónir króna á
gengi dagsins í dag. Werlauff seldi
bréf sín áður en þau hrundu í verði og
náði hann því að bjarga hluta af eign-
um sínum fyrir horn.
Sala Werlauffs á þessum hluta-
bréfum var hins vegar ekki kunn
þegar hann greindi frá því í fréttatil-
kynningu í ágúst 2008 að hann og 86
ára gömul móðir hans hefðu keypt
hlutabréf í Bónusbankanum fyrir
eina milljóna danskra króna vegna
þess að þau tryðu á bankann. Frétta-
tilkynningin var send út þann 25.
ágúst, daginn eftir fall Hróarskeldu-
bankans.
Vitnað er orðrétt í fréttatilkynn-
inguna í bókinni „Andre folks penge“
sem út kom í Danmörku fyrr á árinu.
Í henni sagði: „Samkvæmt bestu jót-
lensku háttum á maður að kaupa hluti
þegar þeir eru ódýrir og það teljum
við mamma að eigi við nú um hluta-
bréf í Bónusbankanum. Þess vegna
höfum við kíkt í sparihirslur okkar og
fundið dálítið af fé til að kaupa hluta-
bréf í Bónusbankanum fyrir 1.000.000
danskra króna. […] Við teljum ennþá
vera líf í Bónusbankanum og hluta-
bréfum hans og þess vegna kaup-
um við einn skammt til viðbótar fyrir
1.000.000. […] Þannig háttar til um
þessar mundir að ef maður á sparifé
á lausu þá er um að gera að kaupa dá-
lítið meira af hlutabréfum fyrir það.“
Mánuði síðar hrundi Bónusbank-
inn. Ekki fór fram nein skoðun á við-
skiptum Werlauffs með hlutabréfin
eða þeirri fréttatilkynningu sem um
ræðir hér þar sem hann sagði sannar-
lega frá því að hann hefði keypt hluta-
bréf í honum fyrir milljón danskra
króna en lét þess ógetið að hann hefði
selt fyrir sautján milljónir.
Fréttatilkynning Kaupþings
Í fréttatilkynningu frá Kaupþingi
þann 22. september 2008, rúmum
tveimur vikum fyrir fall bankans voru
viðskipti sjeiksins Al Thanis með
hlutabréf í bankanum kynnt. Tilkynn-
ingin var birt á vef Kauphallar Íslands.
Þar var meðal annars haft eftir Sigurði
Einarssyni, stjórnarformanni Kaup-
þings:
„Okkur er mikil ánægja að bjóða
hans hátign Sheikh Mohamed bin
Khalifa Al-Thani velkominn í hlut-
hafahóp Kaupþings. Það hefur lengi
verið stefna okkar að laða nýja fjár-
festa að bankanum og því er ánægju-
legt að sjá að við höfum nú náð að
breikka hluthafahópinn enn frekar.
Við hlökkum til að vinna með hans
hátign Sheikh Mohamed í framtíð-
inni.“
Það sem segja má að sé líkt með
þessum tveimur málum, upphæð-
irnar eru auðvitað langt frá því að
vera sambærilegar, er að sendar eru
út upplýsingar um viðskipti til al-
mennings og markaða sem eiga að
sýna fram á að trú ríki gagnvart til-
teknu fjármálafyrirtæki. Í báðum til-
fellum reyndist sú trú ekki vera rétt.
Fréttatilkynning Werlauffs hafði
engar lagalegar afleiðingar fyrir hann
en tilkynning Kaupþings átti þátt í af-
leiðingum fyrir þá sem sættu ákæru í
Kaupþingsmálinu.
Munur á fræðum og framkvæmd
Þegar upp komst um sölu Werlauffs
á hlutabréfum í Bónusbankanum
gekkst hann við því að ekki væri nægj-
anlega skýrt kveðið á um það í lögum
hvað stjórnarmenn mættu og mættu
ekki starfa sinna vegna. Hann sagði
auk þess að talsverður munur væri á
því að lesa og túlka lög annars vegar
og svo hins vegar því þegar maður
sjálfur væri þátttakandi. „Eitt er að
kunna að lesa sjókort; annað er að
stýra skipinu.“
Átti Werlauff þar við muninn á
því að hafa fræðilegt álit á einhverju
annars vegar og svo hins vegar því
hvernig menn bregðast sjálfir við
í tilteknum aðstæðum. Nær Wer-
lauff þarna ágætlega utan um þann
freistnivanda sem hann virðist telja
að geti fylgt því að stýra banka eða
fjármálafyrirtæki. Fræðin geta sagt
eitt á meðan framkvæmdin getur leitt
til hins gagnstæða þar sem aðstæð-
ur geta knúið á um það í huga stjórn-
andans. n
n Vinnur fyrir Kaupþingsmenn n Var stjórnarformaður banka sem hrundi
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Villandi Erik Werlauff sagðist hafa
keypt bréf fyrir eina milljón danskra
en sagði ekki frá því að hann hefði þá
þegar selt fyrir 17 milljónir danskra.
Úr aðalmeðferð Al Thani-málsins Dómunum í Al Thani-málinu var vísað til Hæstaréttar
Íslands og verður málið tekið til meðferðar þar á næstunni. Hér sjást þeir Hreiðar Már Sigurðs-
son, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson fyrir dómi ásamt lögmönnum sínum. Mynd SIgTryggur ArI„Við teljum ennþá
vera líf í Bónus-
bankanum og hlutabréf-
um hans.
154 vopn
haldlögð
Tollstjóri haldlagði samtals 154
vopn fyrstu níu mánuði ársins
2014. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá tollstjóra.
Þar kemur fram að í flestum
tilvikum hafi verið um að ræða
eggvopn, sem voru 62 talsins.
Haldlagðar byssur voru 44 tals-
ins en þar af voru tæplega 40
loftbyssur. Þá voru haldlögð 25
hand- eða fótjárn og önnur vopn
voru 19 talsins. Í tilkynningu toll-
stjóra segir loks að þá hafi þrjár
raf byssur, eða svokallaðir taserar,
verið haldlagðir auk 276 gramma
af sprengipúðri.
Á myndinni hér að ofan má
sjá hluta þeirra vopna sem lagt
var hald á.
Ofsótti mæðgur
Faðir tveggja stúlkna skal sæta
nálgunarbanni næstu sex
mánuði gangvart þeim og móður
þeirra, sem er fyrrverandi eigin-
kona hans. Þetta er niðurstaða
Hæstaréttar, sem staðfesti dóm
héraðsdóms.
Mat héraðsdóms og Hæsta-
réttar er að mæðgunum stafi
mikil hætta af manninum. Hann
hafi valdið þeim miklu ónæði og
áhyggjum með skilaboðasending-
um. Þá hefur hann setið fyrir
þeim á heimili þeirra og valdið
ónæði í skóla og á frístundaheim-
ili eldri dóttur sinnar. Áhyggjur
skólayfirvalda og barnaverndar-
yfirvalda eru miklar.
Konan hafði tvisvar reynt að
fá nálgunarbann á manninn á
þessu ári. Því var hafnað. Þess ber
að geta að maðurinn var settur
í nálgunarbann árið 2013 og
bannað að nálgast mæðgurnar á
nokkurn hátt. Þrátt fyrir það var
beiðnum konunnar synjað. Mað-
urinn var yfirheyrður nokkrum
sinnum á þessu ári og honum
tilkynnt að þessi hegðun væri
ekki boðleg. Hann væri að valda
fyrrverandi eiginkonu sinni og
dætrum vanlíðan. Maðurinn hélt
áfram uppteknum hætti. Lög-
reglan fór á endanum fram á nálg-
unarbann.