Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fólk Viðtal 33 Ég var alinn upp í vinstrihreyf- ingunni, 14 eða 15 ára gamall var ég kominn í Fylkinguna. Þar var verið að kenna mér að búa til dreifirit, plaggöt og mólótovkokkteila. Ég var kominn með það viðhorf að ég gæti bylt og breytt. Ég var pólitískur aktí- visti, skipulagði baráttu farandverka- manna og var með í að skipuleggja andóf gegn kjarnorkuvá í Evrópu á pönkutímanum í kringum '80. En ég hafði ekki glugga inn á við, mað- ur keyrði bara á veggina af fullum krafti.“ Hann segist þó ekki hafa alist upp á pólitísku heimili. „Mamma ólst upp mikið hjá afa sínum og ömmu sem voru á öndverðum meiði í póli- tík og það var svo mikil reiði alltaf í því. Amma hennar var sósíalisti en karlinn eiginlega fasisti. Hún vildi því ekki að það yrði pólitísk umræða á heimilinu. En þegar maður var 15 ára og andófið gegn Víetnamstríðinu var á fullu og rokk og ról þá var stuðið auðvitað í Fylkingunni, þannig að maður fór þangað. Maður hafði ekki hundsvit á pólitík þannig en fór bara þangað sem straumurinn lá.“ Það var í tengslum við pólitíkina sem Tolli hóf að flytja tónlist op- inberlega: „Það var hluti af sjálf- sprottinni viðleitni til að leggja eitt- hvað til málanna í pólitíkinni, þá var maður að spila á kassagítarinn þar sem maður gat komið því við og semja pólitísk ádeilulög og reyna að pönkast svolítið á mönnum og mál- efnum í gegnum lögin, það var tíðar- andinn. „Hard rain is going to fall“ og allt það. En ég fór aldrei lengra, ég var bara svona andófsmúsíkant.“ Seinna, þegar hann útskrifaðist af nýmiðladeild í Myndlistar- og hand- íðaskólanum var lokaverkefnið plata með hljómsveitinni Íkarus. „Þar skrásetti ég reiði mína til frambúð- ar.“ Sú sveit hefur á vissan hátt öðlast költstatus í íslensku tónlistarlífi. Bakkus var lausnin Tolli byrjaði snemma á unglingsár- um að misnota áfengi og eiturlyf. „Ég er alinn upp í íslensku alkóhólista- samfélagi þar sem ofsadrykkja er bara normið: unglingadrykkja, fjöl- skyldufyllerí og menn drukku bara til algleymis. Vín með mat þekkt- ist bara hjá heildsalafjölskyldum og yfir stéttinni. Í mínum kvíða og van- mætti sem unglingur þá var Bakkus minn æðri máttur, hann var lausn- in. Þarna var komið skjólið, sjálfs- virðingin og allt sem ég þurfti.“ 16 ára hætti hann svo í skóla. „Þá er ég kominn í kannabis og önnur fíkniefni. Kannabis er formlaus óvin- ur, þú verður aldrei var við hann. Öll norm fara að breytast í kringum þig og þér finnst það bara vera hluti af svona róttæku hugarfari. Stund- vísi og ábyrgð fer til dæmis, þegar þú ferð að tapa kraftinum ferð þú að réttlæta þennan lífsstíl. Áður var ég ágætis námsmaður en ég fór að tapa einbeitingu. Veturinn áður en ég hætti var ég í þremur skólum og endaði svo bara með skólabækurn- ar um borð í togara með hassmola í farteskinu.“ Farandverkamaður í Kristjaníu Hann segir ekki hafa verið neitt ann- að í stöðunni en að fara á flakk – ger- ast farandverkamaður. „ Fjölskyldan var búin að leysast upp. Mamma orðin sjúklingur og pabbi eins og hann var – hann gat aldrei tekið ábyrgð á neinu, karlinn.“ 17 ára var hann því farinn að vinna sem sjó- maður og verkamaður í frystihús- um víðs vegar um landið. „Þú þurftir bara að stóla á sjálfan þig. 16 eða 17 ára gast þú farið út á land og fengið vinnu, fæði og húsnæði. Þetta gerð- um við sem vorum svona „drop-out,“ en fórum aftur á móti ekki í neina undirheima, ræsið eða einhverja herbergiskytru á Grettisgötunni. Við fórum bara á verbúð.“ Neyslan og róttæku hugsjónirnar leiddu hann svo til Kristjaníu, frírík- isins í miðju Kaupmannahafnar. „Ég bjó í Kristjaníu í einhverja mánuði. Það var mjög „tough“ tími. Maður lagði sig allan fram við það að vera hippi og nota efni og smygla ein- hverju eitri til Svíþjóðar. Svo kom maður bara í rúst þaðan. Þá var ekk- ert öryggisnet sem tók á móti ungu fólki sem var búið að lenda í vand- ræðum með fíkniefnaneyslu. Mað- ur barðist bara upp á líf og dauða með því að fara bara aftur á vertíð. Eins og einn þerapistinn sagði við mig seinna: þú bjargaðir lífi þínu á erfiðisvinnu, brennivíni og saltkjöti. Á vissan hátt er þetta satt, ég fór út á land og öðlaðist nýtt „identity,“ nýtt sjálf. Maður var viðurkennd- ur: ég var maður með mönnum og reis upp úr öskunni líkamlega og fé- lagslega, en öll þessi tengslarof voru komin til að vera.“ Rekinn úr myndlistarskóla Tolli hafði því upplifað ýmislegt þegar hann ákvað loks að leggja myndlistina fyrir sig og skráði sig á nýmiðladeild í Myndlistar- og hand- íðaskólanum. „Ég fór 24 eða 25 ára í skólann, kláraði hann á einhverj- um sex árum og var rekinn eitt árið fyrir andóf, að rífa kjaft og hlýða ekki skólastjóranum og svona. Ég neit- aði að mæta samkvæmt stundaskrá, því það var ekki mætingarskylda. Þá fór ég bara á sjóinn og sagði að ég myndi vinna listaverk þar. Þeir voru ekki sáttir við það og ráku mig. Ég gat ekkert gert í því en fékk að koma aft- ur veturinn eftir.“ Hvernig myndi hann lýsa mynd- listinni sem hann gerir? „Í grunninn er ég mjög mikill expressjónisti. Þó að ég sé að vinna fígúratívar, ljóð- rænar landslagsmyndir, þá vinn ég stöðugt í períóðum þar sem ég er að vinna svona abstrakt expressjónískar myndir, bara algjörlega óhlutbundn- ar – í ómstríðu falli pensilsins með liti og form. En ég er alveg jafnvígur á hægri og vinstri, get unnið í báðar áttir ef því er að skipta.“ Elti „dílerinn“ í meðferð Það var ekki fyrr en eftir 25 ár sem að hann sagði loks skilið við áfengi og fíkniefni. „Ég fór í sambúð og eignað- ist tvö börn með þeirri ágætu konu, en þegar maður er svona tengslarof- inn er maður ekki í neinum tengsl- um við umhverfið. Mér fannst ég aldrei eiga við neinn eiturlyfjavanda að stríða heldur var þetta alltaf umhverfið og annað fólk. Svo slitn- aði upp úr þessari sambúð eftir 16 ár og ég fór að búa einn á minni vinnu- stofu,“ segir Tolli. „Maður var bara kominn í þrot og búinn að vera það lengi, en hafði hvorki dómgreind né sjálfsmynd til að sjá það. Maður fattaði ekki hvað var í gangi og hvað var að. Maður setti alltaf ástæð- una af harmi sínum á samfélag og samferðar menn. Ég gat ekki séð að það væri eitthvað að og alls ekki að ég væri dópisti eða fyllibytta – ég var bara listamaður,“ segir Tolli. „Á þessum tíma var ég í dag- neyslu á kannabis, en einn daginn fór „dílerinn“ minn, sem var líka drykkjumaður, í meðferð – og mér fannst full ástæða til! En það var dálítið erfitt þegar hann var í með- ferðinni, það var ekkert stuð að hafa fyrir mig.“ Síðar eftir að hann kom úr meðferð elti Tolli dópsalann á fyrir- lestur á göngudeild hjá SÁÁ. Í janú- ar ætlaði hann í ferðalag til Nepal og datt í hug að það væri góð hugmynd að fara í meðferð áður svo hann þyrfti ekki að upplifa fráhvarfsein- kenni í ferðalaginu. „Ég var ekkert að fara í meðferð af því að ég hafði gefist upp, ég var að skítredda mér í þessum aðstæðum. En ég var búinn að vera inni á Vogi í þrjá daga þegar ég áttaði mig á því hvað væri búið að vera að gerast, hvar ég var staddur og hvað ég þurfi að gera.“ Þá var ekki aftur snúið: „Minn edrúdagur er 5. janúar 1995. Síðan hefur maður verið í óslitinni bata- göngu þar sem eitt leiðir af öðru, eins og í öllu: alltaf leiðir eitt af öðru. Fyrstu árin fara auðvitað í það að losna við fíkn og að ná tökum á sjálf- um sér. En síðan, eftir því sem líður á batann, áttar maður sig á því að það er verk að vinna, verk sem teygir ræt- ur sínar alveg niður í frumbernsku. Ég lét mér ekkert nægja að verða edrú og druslast svo í gegnum lífið með afleiðingarnar á bakinu. Ég fór í það verkefni að hreinsa til og heila mig. Það er lífstíðardjobb en mjög skemmtilegt. En hér erum við kom- in á slóðir sem allir menn þurfa að takast á við, því alkinn er ekkert að díla við nein stökkbreytt vandamál á við aðra, en hann er oft að taka þetta í „extra large.“ Það eru allir að tak- ast á við þennan núningsflöt við líf- ið, höfnunina, kvíðann, spennuna, reiðina, það eru allir klyfjaðir af þessu og lausnin er sú sama fyrir alla, hún er í raun og veru að mæta sjálf- um sér með sjálfskærleik og sátt.“ Hugleiðsla og búddismi Það var ekki strax eftir að Tolli varð edrú sem hann fór að leggja sig eft- ir hugleiðslu og andlegri iðkun: „Það tók hugann og kerfið mitt nokk- ur ár að verða bara í lagi. Ég bjó mér til rosalega góðan grunn inn- an 12 spora samtakanna. Þau hafa að geyma alveg gríðarlega flotta iðk- un og mikla visku sem er fólgin í því að taka ábyrgð á sjálfum sér og hjálpa öðrum. Þar liggur náttúrlega grunnurinn í allri mannlegri visku. Það sem vantar dálítið upp á þar er hins vegar þessi sjálfskærleikur, að þú snúir ljósinu að þér. Alkinn er svo sakbitinn og svo mikið í því að bæta fyrir brot sín og gleymir dálítið því að hann þarf að fara í heilun og verða heill í batanum.“ Þegar hann var að fara í gegnum ellefta sporið, sem snýr að bæn og hugleiðslu, fór Tolli að hugleiða hjá Ananda Marga-jógahreyfingunni. Þó að hann hafi byrjað að stunda hug- leiðslu og búddisma fyrir alvöru í seinni tið hafði hann lengi haft áhuga á andlegum heimi Austurlanda eins og margir aðrir sem tóku þátt í hippamenningunni. „Undir niðri er alltaf þessi löngun til að finna eitt- hvað sem heitir æðri máttur, finna einhverja lausn og frið. Á sama tíma og maður er í sjálfseyðingarferli ertu að leita að lausn. Það má segja að frá fyrsta glasi sértu að leita að guði.“ Pílagrímsferð til Tíbets Eftir að hafa ferðast til Tíbets segist hann hafa orðið upptendraður yfir menningunni og fólkinu, og byrjað að stunda tíbetskan búddisma eftir að hann kom heim. Þar lærði hann svo núvitundarhugleiðslu. „Ég finn mjög sterkt samhljóminn milli búddismans og 12 spora kerfisins. Svo hef ég iðkað „sweat“ og í gegnum það skoðað hugarheim indjána, þá sér maður samhljóm milli hinna ýmsu menningarheima. Andleg arf- leifð er samtóna í þessu, það er til þjáning og það er til lausn við þján- ingunni en hún byggist á því að þora að stíga inn og taka ábyrgð á henni.“ Hann segir það aldrei vera of „Að heila sig er lífstíðardjobb“ Nýtt gallerí Í des- ember opnar Tolli nýtt og glæislegt gallerí að Hólmaslóð á Granda. MyNd SigTRygguR ARi Pílagrímsferð Árið 2010 fór Tolli í andlega pílagrímsferð til Tíbets, þar gekk hann meðal annars í kringum helga fjallið Kailos. Aldrei of seint Tolli segir það aldrei vera of seint byrja að vinna í sjálfum sér og heila sig.„Bjargaði lífi mínu með erfiðisvinnu, brennivíni og saltkjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.